Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.96 bls. 1
  • Okkur er falið verk að vinna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Okkur er falið verk að vinna
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Farið og gerið fólk að lærisveinum
    „Komið og fylgið mér“
  • Jehóva hjálpar okkur að sinna boðuninni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • ‚Farið og gerið fólk að lærisveinum‘
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 11.96 bls. 1

Okkur er falið verk að vinna

1 Jesús fyrirskipaði fylgjendum sínum að „gera fólk af öllum þjóðum að lærisveinum.“ (Matt. 28:19, NW) Í 232 löndum og eyjaklösum um alla jörðina eru rúmlega fimm milljónir manna, sem lofa Jehóva Guð, lifandi vitnisburður um að fyrirmælum Jesú hefur verið hlýtt. En hvað um okkur hvert og eitt? Tökum við alvarlega það verkefni okkar að prédika?

2 Siðferðileg skylda: Okkur hefur verið falið ákveðið verk. Jesús skipaði okkur að prédika. (Post. 10:42) Páll postuli gerði sér ljóst að það leggði á hann skyldukvöð eða siðferðilega skyldu að boða fagnaðarerindið. (1. Kor. 9:16) Lýsum þessu með dæmi: Ímyndaðu þér að þú sért áhafnarmaður á sökkvandi skipi. Skipstjórinn skipar þér að skýra farþegunum frá hættunni og leiðbeina þeim í björgunarbátana. Munt þú hunsa fyrirmælin og einbeita þér að því að bjarga aðeins sjálfum þér? Vissulega ekki. Líf annarra er háð viðbrögðum þínum. Þú ert siðferðilega skyldugur til að sinna þeim fyrirmælum að hjálpa öðrum.

3 Guð hefur falið okkur það verkefni að vara fólk við. Bráðlega bindur Jehóva enda á allt þetta illa heimskerfi. Það er óvíst um líf milljóna manna. Væri rétt af okkur að láta sem við sæjum ekki hættuna, sem aðrir eru í, og hugsa aðeins um að bjarga eigin skinni? Auðvitað ekki. Á okkur hvílir sú siðferðilega skylda að leggja okkar af mörkum til að bjarga lífi annarra. — 1. Tím. 4:16.

4 Trúföst fordæmi til eftirbreytni: Spámaðurinn Esekíel fann fyrir þeirri ábyrgðarskyldu að færa ótrúum Ísraelsmönnum viðvörunarboðskap. Jehóva varaði hann eindregið við afleiðingum þess að sinna ekki verkefni sínu: „Ef ég segi við hinn óguðlega: ‚Þú skalt deyja!‘ og þú varar hann ekki við . . . þá mun hinn óguðlegi að vísu deyja fyrir misgjörð sína, en blóðs hans mun ég krefja af þinni hendi.“ (Esek. 3:18) Esekíel sinnti verkefni sínu af trúfesti, jafnvel andspænis harðri andstöðu. Þess vegna gat hann fagnað þegar dómi Jehóva var fullnægt.

5 Öldum síðar skrifaði Páll postuli um þá ábyrgð sína að prédika. Hann lýsti yfir: „Eg er hreinn af blóði allra; því að eigi hlífðist eg við að boða yður alt Guðs ráð.“ Páll prédikaði opinberlega og hús úr húsi vegna þess að hann gerði sér grein fyrir að misbrestur á því hefði getað gert hann blóðsekan frammi fyrir Guði. — Post. 20:20, 26, 27, Biblían 1912.

6 Erum við jafnkostgæfin og Esekíel? Finnum við okkur, eins og Páll, knúin til að prédika? Okkur hefur verið falið sama verk og þeir. Við verðum að halda áfram að sinna þeirri skyldu okkar að vara fólk við, þrátt fyrir sinnuleysi þess, tómlæti eða andstöðu. Þúsundir manna til viðbótar geta enn brugðist vel við boðskapnum um Guðsríki og lýst yfir: „Vér viljum fara með yður, því að vér höfum heyrt, að Guð sé með yður.“ (Sak. 8:23) Megi kærleikur okkar til Guðs og náungans hvetja okkur til að gefast ekki upp. Okkur er falið það verk að prédika.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila