Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.96 bls. 1
  • Ferð þú rétt með orð sannleikans?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ferð þú rétt með orð sannleikans?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Farðu rétt með orð Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Farðu rétt með orð Guðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Notaðu „sverð andans“ fagmannlega
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Ritningarstaðir rétt heimfærðir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 11.96 bls. 1

Ferð þú rétt með orð sannleikans?

1 Jesús Kristur var mesti kennarinn sem uppi hefur verið á jörðinni. Hann talaði á þann hátt sem kom við hjörtu fólks, hreyfði við tilfinningum þess og fékk það til að ástunda góð verk. (Matt. 7:28, 29) Hann byggði alltaf kennslu sína á orði Guðs. (Lúk. 24:44, 45) Hann gaf Jehóva Guði heiðurinn af öllu sem hann kunni og gat kennt. (Jóh. 7:16) Jesús gaf fylgjendum sínum frábært fordæmi með því að fara rétt með orð Guðs. — 2. Tím. 2:15.

2 Páll postuli var líka framúrskarandi fordæmi í því að meðhöndla orð Guðs á áhrifaríkan hátt. Hann gerði meira en aðeins að lesa úr Ritningunni fyrir öðrum; hann útskýrði og rökræddi um það sem hann las og lagði fram sannanir frá orði Guðs um að Jesús væri Kristur. (Post. 17:2-4) Á sama hátt var lærisveinninn Apollós ekki aðeins maður vel máli farinn heldur líka „fær í ritningunum“ og hann fór rétt með þær þegar hann kynnti sannleikann kröftuglega. — Post. 18:24, 28.

3 Kenndu orð Guðs: Boðendur Guðsríkis nú á tímum hafa náð afbragðsgóðum árangri í að kenna hreinhjörtuðu fólki með því að vitna í Biblíuna og rökræða út frá henni. Í einu tilviki gat bróðir notað Esekíel 18:4 ásamt skyldum ritningarstöðum til að rökræða við prest og þrjú sóknarbarna hans um örlög hinna illu og hinna réttlátu. Það leiddi til þess að nokkrir meðlimir kirkjunnar þáðu biblíunám og einn þeirra tók að lokum við sannleikanum. Í öðru tilviki var systir beðin um að útskýra fyrir andsnúnum eiginmanni áhugasamrar konu hvers vegna vottar Jehóva halda ekki jól og afmæli. Þegar hún las hið biblíulega svar beint upp úr Rökræðubókinni sagðist maðurinn fallast á það. Konan hans var svo glöð að heyra samþykki hans að hún sagði: „Við ætlum að koma á samkomurnar ykkar.“ Og eiginmaðurinn féllst á það.

4 Notaðu þá hjálp sem fáanleg er: Ríkisþjónusta okkar og dagskráin á þjónustusamkomunum veita góða leiðsögn sem hjálpar okkur að beita orði Guðs. Margir boðberar hafa sagst kunna vel að meta hinar fjölbreyttu tillögur að kynningarorðum sem birtast á prenti og settar eru fram í sýnikennslum okkur til gagns. Þær hafa reynst mjög tímabærar og áhrifaríkar. Bókin Rökrætt út af Ritningunni inniheldur mikinn sjóð hugmynda um hvernig útlista megi réttilega fleiri en 70 meginefni sem orð Guðs tekur á. Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs gefur hnitmiðaða samantekt á öllum þeim grundvallarkenningum Biblíunnar sem nýir þurfa að skilja. Námskaflar 24 og 25 í Handbók Guðveldisskólans sýna hvernig leiknir kennarar kynna, lesa og heimfæra ritningargreinar á réttan hátt. Við ættum að nýta okkur vel þessa hjálp sem stendur okkur svona auðveldlega til boða.

5 Þegar við förum rétt með orð Guðs komumst við að raun um að það „er lifandi og kröftugt og . . . dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans“ hjá þeim sem við prédikum fyrir. (Hebr. 4:12) Hinn góði árangur, sem við náum með því, fær okkur til að tala sannleikann af sífellt meiri djörfung. — Post. 4:31.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila