Unglingar — hver eru andleg markmið ykkar?
1 Jehóva veit hversu þýðingarmikið það er fyrir hamingju mannsins að hann hafi verðugt starf til að vinna og markmið sem unnt er að ná. (Sjá 1. Mósebók 1:28; 2:15, 19.) Jehóva hefur gefið þjónum sínum nú á tímum það verkefni að prédika og kenna. Við höfum líka það lokatakmark að öðlast eilíft líf í paradís. Uns því er náð þurfum við að setja okkur hvert andlega markmiðið á fætur öðru ætlum við að forðast að beina kröftum okkar og efnum inn á ranga braut. — 1. Kor. 9:26.
2 Raunhæf markmið fyrir ungt fólk: Unglingar ættu að hafa guðræðisleg markmið sem hæfileikar þeirra hvers og eins leyfa þeim að ná. (1. Tím. 4:15) Sumir hafa á ungum aldri náð því markmiði að læra nöfn allra biblíubókanna jafnvel áður en þeir lærðu að lesa. Í fjölskyldunáminu læra börnin að búa sig undir samkomurnar til að þau nái því markmiði að koma með markvissar athugasemdir og fá verkefni í Guðveldisskólanum. Þegar börn fara með foreldrum sínum í boðunarstarfið læra þau að taka þátt í vitnisburðarstarfinu er þau stefna að því takmarki að gerast óskírðir boðberar. Foreldrar ættu að halda að börnum sínum því markmiði að vígjast Jehóva og láta skírast.
3 Hver eru andleg markmið þín ef þú ert táningur? „Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum“ með því að einbeita þér að því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. (Préd. 12:1; Sálm. 71:17) Hvernig væri að vera aðstoðarbrautryðjandi þá mánuði sem þú ert í fríi úr skólanum? Hefur þú hugleitt að boða fagnaðarerindið í fullu starfi sem reglulegur brautryðjandi? Hvað um þann möguleika að læra nýtt tungumál til þess að þú getir í framtíðinni hjálpað hópi eða söfnuði sem talar erlent tungumál, ef ekki í þínu byggðarlagi þá á einhverjum öðrum stað? Margir sem þjóna núna á Betel eða sem farandumsjónarmenn eða trúboðar settu sér það markmið þegar á skólaárunum að verða þjónar Guðsríkis í fullu starfi. Gætir þú gert það sama?
4 Leitastu við að líkja eftir Jesú meðan þú enn ert ungur að árum. Hann var aðeins 12 ára þegar hann talaði óhikað um andleg málefni. (Lúk. 2:42-49, 52) Ef þú setur þér gagnleg markmið eins og þau að nema sjálfur, lesa Biblíuna daglega og eiga félagsskap við þroskaða kristna menn á samkomum og í boðunarstarfinu, mun það hjálpa þér að verða leikinn í að kenna öðrum sannindin um Guðsríki eins og Jesús gerði.