Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.97 bls. 1
  • Vitnum hvar sem fólk er að finna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vitnum hvar sem fólk er að finna
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Prédikum fagnaðarboðskapinn alls staðar
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Þú getur vitnað óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Finnum áhugasama með áhrifaríku boðunarstarfi á götum úti
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 7.97 bls. 1

Vitnum hvar sem fólk er að finna

1 Páll postuli gerði sér grein fyrir hvaða hlutverki andi Guðs gegndi í þjónustu sinni og sagði: „Guð gaf vöxtinn.“ Hann viðurkenndi líka: „Samverkamenn Guðs erum vér.“ (1. Kor. 3:5-9) Þetta eru stórkostleg sérréttindi. Hvernig getum við sýnt öllum að við kunnum að meta það að vera samverkamenn Guðs? Með því að kunngera fagnaðarerindið öllum sem við hittum í starfinu hús úr húsi og annars staðar.

2 Við höfum fengið þau fyrirmæli að ‚gera menn að lærisveinum.‘ (Matt. 28:19) Ef við hittum aðeins fáa þegar við erum úti í boðunarstarfinu þreytumst við ef til vill fljótt og finnst við koma litlu til leiðar. Á hinn bóginn höfum við mestu ánægju af þjónustunni þegar okkur tekst að finna marga og eiga samtal við þá. Þetta getur verið talsverð ögrun fyrir okkur af því að það krefst nokkurs frumkvæðis af okkar hálfu að fara þangað sem fólk er að finna til þess að ná tali af því.

3 Raunhæf dæmi: Við getum vitnað fyrir fólki á markaðstorgum, í lystigörðum, áningarstöðum og umferðarmiðstöðvum. Ert þú undir það búinn að gefa vitnisburð á leiðinni þegar þú tekur þér far með almenningsfarartæki? Tveir vottar, sem voru á leið í samansöfnun í troðfullum strætisvagni, áttu samtal saman um myndina af paradís í Þekkingarbókinni og ræddu um fyrirheit Guðs um framtíðina. Eins og þeir höfðu vonað að myndi gerast lagði ungur maður, sem stóð þar rétt hjá, eyrun við samtali þeirra og var hrifinn af því sem hann heyrði. Áður en hann fór úr vagninum þáði hann bók og bað um að einhver kæmi í heimsókn til sín.

4 Margir boðberar hafa haft ánægju af því að bera vitni óformlega fyrir fólki. Systir fór í verslunarmiðstöð í heimabæ sínum eitt síðdegi og gaf sig á tal við fólk sem hafði lokið innkaupum en virtist ekki vera að flýta sér. Hún útbreiddi öll ritin sem hún var með í töskunni. Maður, sem beið í bíl sínum, þáði blöð hjá henni með ánægju. Hann hafði sótt samkomur áður og samræður þeirra tendruðu áhuga hans á ný.

5 Það eru sérréttindi að upphefja nafn Jehóva. Með því að sýna kostgæfni okkar gagnvart prédikunarstarfinu sýnum við að við höfum ekki látið náðina, sem Guð hefur sýnt okkur, verða til einskis. Sökum þess að „nú er hagkvæm tíð“ til að hjálpa öðrum skulum við fara hvert þangað sem fólk er að finna og vitna fyrir því um ‚hjálpræðisdag‘ Jehóva. — 2. Kor. 6:1, 2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila