Guðveldisskólinn árið 1998
Að skóla einhvern merkir að aga hann eða kenna honum, æfa hann í að beita sérstakri þekkingu, leikni eða kunnáttu. Í Guðveldisskólanum fáum við án afláts fræðslu um Guð og æfingu í að nota þekkingu okkar á honum og fyrirætlun hans. Þátttaka okkar í starfi þessa skóla gerir okkur líka kleift að þroska og þjálfa hæfni okkar í því að tala við fólk og kenna því og ná með tímanum aukinni leikni. Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1998 veitir okkur mörg tækifæri til að taka enn meiri andlegum framförum.
Þegar þú skoðar námsskrá skólans fyrir næsta ár tekur þú eftir því að verkefni nr. 3 er af og til byggt á persónu í Biblíunni sem fjallað er um í tveggja binda ritinu Innsýn í Ritninguna. Þar að auki hefur bókinni Lykillinn að hamingju fjölskyldunnar verið bætt við námsefnið fyrir árið 1998 og farið verður smám saman yfir hana í verkefnum nr. 3 og nr. 4. Í hvert sinn sem verkefni nr. 4 er byggt á Fjölskylduhamingjubókinni ætti að fela það bróður sem setur það fram sem ræðu til safnaðarins. Minna má líka á að enginn þeirra sem þátt tekur í dagskrá skólans ætti að fara fram yfir tímann sem ætlaður er til þess verkefnis sem honum hefur verið falið að annast.
Nýr liður á námsskránni: Okkur til persónulegs gagns er svonefnt „Aukabiblíulesefni“ sett innan hornklofa strax á eftir númeri söngsins í hverri viku. Þó að ekkert á vikulegri dagskrá skólans sé byggt á þessu lesefni skaltu setja þér það markmið að lesa þessa biblíukafla í hverri viku. Það mun hjálpa þér að taka upp þann sið að lesa daglega í Biblíunni ef þú hefur ekki þegar tamið þér það.
Til frekari upplýsinga um verkefnin í Guðveldisskólanum, tilsögn frá skólahirði, skriflega upprifjun og fleira væri gott að lesa vandlega leiðbeiningarnar sem er að finna í „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1998“ svo og einnig á blaðsíðu 3 í Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996.
Ef þú ert ekki enn þá skráður nemandi í Guðveldisskólanum bjóðum við þér að skrá þig í skólann núna. Þessi einstæði skóli heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki í því að þjálfa lítilláta og trúfasta þjóna Jehóva til að verða enn hæfari sem boðberar fagnaðarerindisins. — 1. Tím. 4:13-16.