Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.01 bls. 1
  • Guðveldisskólinn árið 2002

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Guðveldisskólinn árið 2002
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Guðveldisskólinn árið 1998
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Guðveldisskólinn árið 2000
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Guðveldisskólinn árið 2001
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 12.01 bls. 1

Guðveldisskólinn árið 2002

1 Flestir líta á það sem sjálfsagðan hlut að geta talað. En málið er gjöf frá Jehóva og það gerir okkur kleift að eiga samskipti við aðra og tjá hugsanir okkar og tilfinningar. Og umfram allt getum við notað það til að lofa Guð. — Sálm. 22:23; 1. Kor. 1:4-7.

2 Börn og fullorðnir fá þjálfun í Guðveldisskólanum svo að þau geti kunngert nafn Jehóva. (Sálm. 148:12, 13) Í námsskrá skólans fyrir árið 2002 er að finna fjölbreytt biblíuefni sem gagnast okkur persónulega og sem við getum notað í boðunarstarfinu. Ef við undirbúum okkur fyrir skólann og tökum þátt í honum, aukum við þekkingu okkar og verðum hæfari sem kennarar orðsins. — Sálm. 45:2.

3 Lestu daglega í Biblíunni: Ef við erum vön að hafa biblíu við höndina getum við lesið í henni hvenær sem tækifæri gefst. Flestir hafa nokkrar mínútur aflögu yfir daginn sem þeir geta notað á þennan hátt. Það er mjög gagnlegt að lesa að minnsta kosti eina blaðsíðu á hverjum degi og það nægir til að halda í við biblíulestraráætlun Guðveldisskólans. — Sálm. 1:1-3.

4 Að geta lesið vel úr Biblíunni getur hjálpað okkur að ná til hjarta hlustendanna og kveikja löngun hjá þeim til að lofa Jehóva. Þeir bræður sem fá ræðuverkefni númer 2 verða að æfa sig afar vel í að lesa úthlutuð vers upphátt. Skólahirðirinn hrósar og gefur leiðbeiningar um það hvernig bæta megi lesturinn.

5 Notaðu Rökræðubókina: Verkefni númer 3 og 4 eru byggð á bókinni Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni). Ef til vill getum við flest notað þetta gagnlega verkfæri meira í boðunarstarfinu. Systurnar sem fá þessi verkefni ættu að velja sviðsetningu sem hæfir svæðinu. Skólahirðirinn ætti að veita því sérstaka eftirtekt hvernig þær kenna og nota Biblíuna.

6 Megi Guðveldisskólinn gagnast okkur öllum þannig að við getum haldið áfram að nota málið til að boða fagnaðarerindið og lofa hinn mikla Guð okkar, Jehóva. — Sálm. 34:2; Ef. 6:19.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila