Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.01 bls. 1
  • Farðu rétt með orð Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Farðu rétt með orð Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Ferð þú rétt með orð sannleikans?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Notaðu „sverð andans“ fagmannlega
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Heldur þú orði Guðs á lofti?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Kennum á sannfærandi hátt
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 12.01 bls. 1

Farðu rétt með orð Guðs

1 Þegar Filippus vitnaði fyrir embættismanni ,tók hann til orða, hóf máls á ákveðinni ritningu og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú.‘ (Post. 8:35) Hann ,fór rétt með orð sannleikans.‘ (2. Tím. 2:15) Farandumsjónarmenn hafa tekið eftir því að margir boðberar nota Biblíuna sjaldan nú orðið þegar þeir vitna fyrir öðrum. Notar þú Biblíuna í boðunarstarfinu?

2 Orð Guðs er uppspretta alls sem við trúum og kennum. (2. Tím. 3:16, 17) Það dregur fólk til Jehóva og veitir því menntun til lífs. Við ættum þess vegna að nota Biblíuna í boðunarstarfinu en ekki aðeins ræða um það sem við höfum áhuga á. (Hebr. 4:12) Flestir hafa litla þekkingu á henni og því verðum við að lesa úr henni til að benda fólki á hagnýta leiðsögn hennar og þá framtíðarvon sem hún hefur að geyma fyrir mannkynið.

3 Lestu beint úr Biblíunni: Þú gætir reynt að fara út í starfið án starfstösku, sett ritin sem þú ætlar að bjóða í möppu og haft Biblíuna í hendinni eða vasanum. Þegar þú tekur fólk síðan tali geturðu tekið Biblíuna fram án þess að viðmælandinn fái á tilfinninguna að þú ætlir að prédika yfir honum. Stattu þannig að hann geti fylgst með í biblíunni þinni og biddu hann kannski að lesa vers upphátt. Það orkar mun dýpra á hann að sjá með eigin augum hvað Biblían segir en að heyra þig aðeins segja það. Það er auðvitað mikilvægt að lesa aðalorð ritningargreinarinnar með áherslu svo að hann skilji út á hvað hún gengur.

4 Kynning með einum ritningarstað: Eftir að hafa kynnt þig geturðu sagt: „Margt fólk leitar leiðsagnar í lífinu á ýmsum stöðum. Hvar heldur þú að bestu leiðsögnina sé að finna? [Leyfðu viðmælanda þínum að svara.] Hvað finnst þér um þessa staðhæfingu? [Lestu Orðskviðina 2:6, 7 og gefðu kost á svari.] Speki manna hefur reynst vera áfátt í mörgu og fyllt marga örvæntingu. Viska Guðs hefur hins vegar alltaf reynst áreiðanleg og gagnleg.“ Sýndu viðmælandanum ritið, sem þú ert að bjóða, og beindu athygli hans að dæmi um hve hagnýt viska Guðs er.

5 Jesús notaði ritningarnar til að hjálpa hjartahreinum mönnum. (Lúk. 24:32) Páll færði biblíuleg rök fyrir því sem hann kenndi. (Post. 17:2, 3) Gleði okkar og sjálfstraust eykst þegar við verðum færari í að fara rétt með orð Guðs.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila