Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.07 bls. 1
  • Heldur þú orði Guðs á lofti?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Heldur þú orði Guðs á lofti?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Kennum á sannfærandi hátt
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Hvettu aðra til að nota biblíuna
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • „Orð Guðs er ... kröftugt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 5.07 bls. 1

Heldur þú orði Guðs á lofti?

1 Í heiminum er oft reynt að grafa undan trausti til Biblíunnar. Þess vegna verja sannkristnir menn orð Guðs af kappi. Við erum sannfærð um að sérhver ritning sé „innblásin af Guði“ og tökum undir með Jesú Kristi sem sagði í bæn til Jehóva: „Þitt orð er sannleikur.“ (2. Tím. 3:16; Jóh. 17:17) Hvernig getum við haldið orði Guðs á lofti?

2 Leggðu ritningarstaði á minnið: Jesús var örugglega iðinn við að lesa og rannsaka orð Guðs. Þess vegna gat hann alltaf notað Ritninguna í kennslu sinni. (Lúk. 4:16-21; 24:44-46) Hvernig getum við lagt gagnlega ritningarstaði á minnið? Við gerum það með því að lesa í Biblíunni á hverjum degi og hugleiða vers sem okkur finnst sérstaklega uppörvandi eða gæti verið gagnlegt í boðunarstarfinu. Þegar við undirbúum okkur fyrir samkomur ættum við að fletta upp ritningarstöðum sem vitnað er í og lesa þá beint úr Biblíunni og kannski undirbúa svar í tengslum við versið. Og þegar ræðumenn lesa ritningarstaði á samkomunum ættum við að fylgjast með í biblíunni okkar. Ef við leggjum ritningarstaði á minnið hjálpar það okkur að fara „rétt með orð sannleikans“. — 2. Tím. 2:15.

3 Leyfðu Biblíunni að tala: Leyfum Biblíunni að tala þegar við erum í boðunarstarfinu. Reynum til dæmis að lesa ritningarstað fyrir húsráðandann ef aðstæður leyfa. Ef hann spyr spurningar eða andmælir einhverju sem við segjum er best að nota Biblíuna til að svara honum. Ef húsráðandinn er upptekinn getum við samt lagt áherslu á Biblíuna með því að segja: „Má ég leyfa þér að heyra einn ritningarstað áður en ég fer?“ Þegar það er hægt skaltu lesa úr Biblíunni og leyfa húsráðandanum að fylgjast með þegar þú lest.

4 Þegar húsráðanda nokkrum var sýndur ritningarstaður til að afsanna þrenningarkenninguna sagði hann: „Ég hef sótt kirkju allt mitt líf en ég hafði aldrei heyrt að þetta stæði í Biblíunni.“ Hann þáði biblíunámskeið með þökkum. Jesús sagði að sauðir hans myndu heyra raustu hans. (Jóh. 10:16, 27) Besta leiðin fyrir hjartahreint fólk að koma auga á sannleikann er að sjá hann í Biblíunni sjálfri. Við skulum því halda orði Guðs á lofti.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila