Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.98 bls. 1
  • ‚Hæf til sérhvers góðs verks‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Hæf til sérhvers góðs verks‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • „Nærður af orði trúarinnar“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Gerðu það sem þér er gagnlegt
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Nýttu þér til fulls andlegu fæðuna frá Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Við söfnumst saman til að tilbiðja Guð
    Ríki Guðs stjórnar
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 6.98 bls. 1

‚Hæf til sérhvers góðs verks‘

1 Fólk Jehóva nú á tímum hefur gnægð góðrar, andlegrar fæðu. (Jes. 25:6) Við höfum úr geysimiklu biblíulegu efni að moða í einka- og fjölskyldunámi og á safnaðarsamkomum og mótum. En notfærum við okkur allt þetta til fulls svo að við verðum ‚albúin og hæf til sérhvers góðs verks‘? — 2. Tím. 3:17.

2 Leiðum bara hugann að andlegum matseðli ársins 1998 sem þegar er hálfnað! Á vikulegum samkomum safnaðarins förum við yfir helstu þætti 23 bóka í kristnu Grísku ritningunum, rifjum upp efni í Innsýnarbókinni um líf 49 biblíupersóna og förum yfir 138 blaðsíður í Boðendabókinni. Við förum einnig yfir þriðjung Þekkingarbókarinnar og Fjölskylduhamingjubókarinnar og obbann af Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Þar að auki er okkur séð fyrir næringu í 12 tölublöðum af Ríkisþjónustu okkar, 52 námsgreinum í Varðturninum og álíka mörgum opinberum fyrirlestrum um margvísleg biblíuleg viðfangsefni. Við þetta bætist svo hin ríkulega dagskrá svæðismótsins og landsmótsins. Gnóttir andlegra gæða standa okkur sannarlega til boða!

3 Verum þakklát fyrir ráðstafanir Jehóva: Til að njóta fyllilega góðs af þessum andlegu gnóttum þurfum við að skilja hvers vegna Jehóva sér okkur fyrir þeim. Að nærast á slíku góðgæti byggir upp trú okkar og styrkir sambandið við hann. (1. Tím. 4:6) En andlega fæðan er ekki aðeins borin á borð til að fræða okkur. Hún örvar okkur til að segja öðrum frá sannleikanum og gerir okkur hæf og fær um að boða fagnaðarerindið. — 2. Tím. 4:5.

4 Vanrækjum ekki andlegar þarfir okkar heldur ræktum stöðuglega með okkur löngun í hina seðjandi, andlegu fæðu frá borði Jehóva. (Matt. 5:3, NW; 1. Pét. 2:2) Til að njóta fyllilega góðs af henni þarf að taka frá nægan tíma fyrir mikilvæg mál svo sem reglulegt einka- og fjölskyldubiblíunám og samkomusókn. (Ef. 5:15, 16) Gleðin og umbunin sem hlýst af því verður í samræmi við innblásna hvatningu Páls til trúfastra kristinna Hebrea eins og fram kemur í Hebreabréfinu 13:20, 21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila