Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.98 bls. 7
  • Að bera vitni með góðri hegðun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að bera vitni með góðri hegðun
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Ungt fólk sem skín eins og ljós
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Ungmenni — gleðjið hjarta Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Börn og unglingar — verið enn ákveðnari að þjóna Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 6.98 bls. 7

Að bera vitni með góðri hegðun

1 Í samfélagi nútímans, sem lætur flest viðgangast óátalið, sóa margir unglingar lífi sínu kæruleysislega í fíkniefni, uppreisn og ofbeldi. En fyrirmyndarhegðun heilbrigðra unglinga í kristna söfnuðinum er hressandi á að líta og vafalaust fögur í augum Jehóva. Hún er öflugur vitnisburður sem getur laðað aðra að sannleikanum. — 1. Pét. 2:12.

2 Mörg dæmi sýna að góð hegðun kristinna ungmenna hefur haft jákvæð áhrif á fólk. Þegar kennslukona talaði um ungan vott, sem var nemandi hennar, sagði hún öllum bekknum að Jehóva, Guð stúlkunnar, væri hinn sanni Guð. Hún sagði þetta af því að stúlkan var alltaf kurteis í framkomu. Annar kennari skrifaði Félaginu og sagði: „Ég vil hrósa ykkur fyrir unga fólkið í söfnuði ykkar . . . Unglingarnir ykkar eru virkilega til fyrirmyndar. Þeir virða sér eldra fólk, eru kurteisir og látlausir í klæðaburði. Og þeir þekkja Biblíuna vel! Svona á trú að vera!“

3 Annar skólakennari hreifst af góðri framkomu sjö ára votts í bekknum hennar. Hún laðaðist að mildum og geðfelldum persónuleika drengsins sem stakk mjög í stúf við hina strákana. Hún var hrifin af því að hann tók trú sína alvarlega og var ekki vandræðalegur yfir því að skera sig úr vegna trúar sinnar. Hún gat séð að samviska hans hafði verið þjálfuð og að hann væri fær um „að greina gott frá illu.“ (Hebr. 5:14) Um síðir heimsótti móðir drengsins kennarann og biblíunámskeið var hafið. Þegar fram liðu stundir lét kennarinn skírast og varð seinna reglulegur brautryðjandi!

4 Ungur maður varð fyrir áhrifum af góðri hegðun vottastúlku í skólanum hans. Hún var sannarlega ólík fjöldanum — mjög kurteis, námfús, alltaf látlaus í klæðaburði og hún daðraði aldrei við strákana, ólíkt hinum stelpunum. Hann gat séð að hún lifði eftir meginreglum Biblíunnar. Ungi maðurinn spurði hana um trú hennar og hreifst af því sem hann fékk að vita. Hann byrjaði að nema Biblíuna, lét fljótlega skírast og varð seinna brautryðjandi og starfsmaður á Betel.

5 Ef þú ert kristið ungmenni sem langar til að gefa öðrum góðan vitnisburð skaltu gæta framkomu þinnar á allan hátt. Sofnaðu aldrei á verðinum með því að verða hliðhollur frjálslyndum viðhorfum, skoðunum eða lífsmáta heimsins. Vertu til fyrirmyndar í tali, klæðnaði og snyrtingu, ekki aðeins þegar þú tekur þátt í boðunarstarfinu og safnaðarsamkomum heldur einnig þegar þú ert í skólanum og nýtur afþreyingar. (1. Tím. 4:12) Þú hefur svo sannarlega ástæðu til að gleðjast þegar einhver fær áhuga á sannleikanum af því að þú hefur látið ljós þitt skína með góðri hegðun þinni. — Matt. 5:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila