Bjóðið þeim að koma
1 Aldagamalt boð hljómar nú í 233 löndum um heim allan: „Komið, förum upp á fjall [Jehóva], . . . svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum.“ (Jes. 2:3) Að beina fólki til skipulags Jehóva er ein besta aðferðin til að hjálpa því að taka andlegum framförum sem leiða til eilífs lífs.
2 Sumir boðberar hika kannski við að bjóða fólki í ríkissalinn uns það hefur tekið töluverðum framförum í biblíunámi sínu. En stundum byrjar fólk að sækja safnaðarsamkomur jafnvel áður en tekist hefur að koma af stað biblíunámskeiði hjá því. Við ættum ekki að draga að hvetja fólk til að sækja samkomurnar.
3 Hvernig fara má að: Notaðu boðsmiðana vel til að upplýsa fólk um samkomurnar. Nefndu að aðgangur sé ókeypis og samskot engin. Útskýrðu hvernig samkomurnar fara fram. Bentu á að þetta séu biblíufræðslusamkomur og að allir geti fengið námsrit til að fylgjast með í. Vektu athygli á að samkomugestir séu af ólíkum uppruna og þjóðfélagsstigum. Nefndu að þeir séu úr þessu byggðarlagi og að börn á öllum aldri séu velkomin. Við ættum að bjóða biblíunemendum okkar að koma og bjóðast til að aðstoða þá eins og við getum til þess.
4 Meðal síðustu orða Biblíunnar er hlýlegt boð um að notfæra sér lífsráðstafanir Jehóva: „Og andinn og brúðurin segja: ‚Kom þú!‘ . . . Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.“ (Opinb. 22:17) Það kemur ekkert í staðinn fyrir að bjóða fólki að sækja samkomurnar.
5 Jesaja 60:8 lýsir á spádómlegan hátt þeim hundruðum þúsunda áhugasamra er flykkjast núna inn í söfnuði fólks Guðs líkt og dúfur „sem koma fljúgandi eins og ský og sem dúfur til búra sinna.“ Við getum öll boðið nýjum á samkomurnar og tekið vel á móti þeim. Þannig vinnum við með Jehóva er hann hraðar söfnunarstarfinu. — Jes. 60:22.