Aukum vitnisburðarstarfið er endirinn færist nær
1 Uppskerutíminn er gleðitími en einnig tími mikillar vinnu. Það er takmarkaður tími til að safna saman uppskerunni. Vinnumennirnir voga sér ekki að slæpast.
2 Jesús líkti ‚endi veraldar‘ við uppskerutíma. (Matt. 13:39) Við lifum við endalok þessa heimskerfis og höfum takmarkaðan tíma til að bera vitni „um alla heimsbyggðina.“ (Matt. 24:14) Við þurfum að auka hlutdeild okkar í boðunarstarfinu er endirinn færist æ nær. Hvers vegna? „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir,“ sagði Jesús. — Matt. 9:37, 38; Rómv. 12:11.
3 Gefðu þig að því: Þegar Jesús hóf hið mikla prédikunarstarf hafði hann aðeins þrjú og hálft ár til að ljúka því sem honum var falið að gera. Hann prédikaði eins og mikið lægi við og sagði: „Mér ber . . . að flytja . . . fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur.“ — Lúk. 4:43.
4 Jesús innrætti lærisveinum sínum einnig að brýnt væri að prédika. (Mark. 13:32-37) Þess vegna „létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur.“ (Post. 5:42) Þeir létu ekki þýðingarminni mál ganga fyrir. Þótt þeir væru fáir tókst þeim að prédika fagnaðarerindið „fyrir öllu, sem skapað er undir himninum.“ — Kól. 1:23.
5 „Endir allra hluta er í nánd“ núna svo að það er enn meiri ástæða fyrir okkur til að glæða þá tilfinningu að prédikunarstarfið sé áríðandi. (1. Pét. 4:7) Jehóva hefur ákveðið endalokadag og stund þessa heimskerfis. (Matt. 24:36) Prédikunarstarfinu mun ljúka á þeim tíma sem eftir er. Þess vegna leggjum við okkur æ betur fram við að koma fagnaðarerindinu á framfæri við enn fleiri.
6 Með því að auka hlutdeild okkar í vitnisburðastarfinu er endirinn færist nær getur okkur hlotnast sú ánægja að segja við Jehóva eins og Jesús gerði: ‚Við höfum fullkomnað það verk sem þú fékkst okkur að vinna.‘ — Jóh. 17:4.