Bjóðum Sköpunarbókina
Er þér eins innanbrjósts og sálmaritaranum sem söng: „[Jehóva], til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín. Hjá þér er uppspretta lífsins“? (Sálm. 36:6, 10) Ef svo er viltu örugglega hjálpa öðrum að meta skaparann að verðleikum. Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? hentar einkar vel fólki sem hefur mikla veraldlega menntun en trúir samt ekki á tilvist Guðs. Slíku fólki fjölgar stöðugt og því fullnægir bókin vaxandi þörf.
Í ritatilboði mánaðarins eru yfirleitt biblíurit sem höfða til stórs lesendahóps. Þýðir það að við ættum ekki að bjóða Sköpunarbókina nema hún sé nefnd í ritatilboði mánaðarins? Nei, alls ekki. Hvenær sem er á árinu má bjóða hana fólki sem trúir ekki á tilvist Guðs. Það má líka bjóða hana fólki sem trúir á Guð en hefur enga raunhæfa hugmynd um hver hann er eða hvaða eiginleika og fyrirætlanir hann hefur. Við viljum því hvetja þig til að hafa alltaf meðferðis eintak af Sköpunarbókinni í starfstösku þinni og vera reiðubúinn að bjóða hana öllum sem þú telur að vilji lesa hana.