Bókin Hvað kennir Biblían? er helsta biblíunámsrit okkar
1 Það var einstaklega ánægjulegt að fá bókina Hvað kennir Biblían? á landsmótinu „Hlýðni við Guð“. Mótsgestir fögnuðu því að fá sitt eigið eintak við lok dagskrárinnar á laugardeginum. Hvernig verður þetta nýja kennslugagn notað? Það á að vera helsta biblíunámsrit okkar. Enda þótt nýja bókin verði ekki ritatilboð fyrr en í mars eru boðberar hvattir til að byrja að nota hana strax á biblíunámskeiðum og til að hefja ný biblíunámskeið.
2 Biblíunámskeið sem eru í gangi: Boðberar sem halda biblíunámskeið með aðstoð Þekkingarbókarinnar eða Kröfubæklingsins ættu að vega og meta hvenær og hvernig best sé að byrja að nota nýju bókina. Sé námskeiðið nýhafið mætti einfaldlega byrja á nýju bókinni frá byrjun. Ef nemandinn er kominn vel áleiðis í Þekkingarbókinni væri hægt að halda námskeiðinu áfram í samsvarandi kafla í bókinni Hvað kennir Biblían? En ef nemandinn er að verða búinn með Þekkingarbókina gæti verið ráð að ljúka við þá bók.
3 Sennileg þekkjum við marga sem hefðu gagn af því að fara yfir nýju bókina. Væri ekki upplagt að bjóða þeim, hverjum og einum, að fá biblíunámskeið með hjálp þessarar gagnlegu námsbókar? Þeir sem hafa farið yfir Kröfubæklinginn eða Þekkingarbókina en náðu ekki því marki að vígjast og skírast vilja kannski taka upp þráðinn aftur og fara yfir nýju bókina. Foreldrar gætu líka ákveðið að nota bókina til að veita börnunum nákvæma þekkingu á vilja Guðs. — Kól. 1:9, 10.
4 Seinni námsbók: Er gert ráð fyrir því að biblíunemendur fari yfir aðra bók eftir að þeir hafa farið yfir Hvað kennir Biblían? Já, ef nemandinn sýnir augljóslega að hann kann að meta það sem hann er að læra og tekur framförum, þótt hægar séu, má halda námskeiðinu áfram og nota bókina Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði. Við erum sannfærð um að nýja bókin verði öflugt verkfæri í höndum okkar þegar við sinnum því verkefni að gera menn að lærisveinum. — Matt. 28:19, 20.