Hvernig á að nota bókina „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ við biblíukennslu?
1. Hvaða tilgangi þjónar bókin „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“?
1 Var ekki ánægjulegt að fá bókina „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ á umdæmismótinu „Látum anda Guðs leiða okkur“? Eins og var tilkynnt á mótinu er bókin ekki skrifuð til að kenna undirstöðukenningar Biblíunnar heldur til að hjálpa okkur að þekkja hegðunarreglur Jehóva og vekja með okkur löngun til að fylgja þeim. Þessi bók verður ekki boðin hús úr húsi.
2. Hvernig verður nýja bókin notuð og með hverjum?
2 Bókin verður notuð við biblíukennslu eftir að nemandinn hefur lokið við bókina Hvað kennir Biblían? Hafið í huga að fólk er misfljótt að tileinka sér sannindi Biblíunnar. Á hverju biblíunámskeiði verður því að haga hraða yfirferðarinnar eftir þörfum nemandans. Gangið úr skugga um að viðkomandi hafi skilið efnið vel. Í flestum tilfellum ætti ekki að nota bókina til þess að hefja biblíunámskeið hjá fólki sem hefur þegar farið yfir nokkrar bækur áður. Þetta á við um einstaklinga sem sækja ekki samkomur og hafa greinilega ekki áhuga á því að breyta lífi sínu til samræmis við sannleika Biblíunnar sem þeim var kenndur.
3. Hvað ættum við að gera ef við erum að stýra biblíunámskeiði með aðstoð bókarinnar Tilbiðjum hinn eina sanna Guð?
3 Ef þú ert að fara yfir bókina Tilbiðjum hinn eina sanna Guð og ert í síðustu köflunum getur þú ákveðið að klára bókina og hvatt nemandann til að lesa sjálfur bókina „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“. Annars er best að skipta yfir í nýju bókina og byrja á fyrsta kaflanum. Eins og í bókinni Hvað kennir Biblían? er farið yfir viðaukana eftir þörfum.
4. Hvað ættum við að gera ef nemandi skírist áður en hann hefur lokið við bækurnar Hvað kennir Biblían? og „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“?
4 Ef biblíunemandi skírist áður en hann hefur lokið við báðar bækurnar ætti námið að halda áfram þangað til búið er að fara yfir bókina „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“. Jafnvel þótt nemandinn sé skírður getur þú talið tímann, endurheimsóknirnar og námskeiðið. Boðberi sem fer með þér og tekur þátt í námskeiðinu getur einnig talið tímann.
5. Hvernig er hægt að nota bókina „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ til að aðstoða boðbera sem hafa ekki tekið þátt í boðunarstarfinu um tíma?
5 Ef einhver í starfsnefndinni felur þér það verkefni að leiðbeina boðbera sem hefur verið óvirkur í boðunarstarfinu getur verið að þú verðir beðinn um að fara yfir ákveðna kafla í bókinni „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“. Slíkt biblíunámskeið þarf ekki að standa lengi. Bókin er frábær ráðstöfun til að láta „kærleika Guðs“ varðveita okkur. — Júdasarbréfið 21.