Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.99 bls. 1
  • Hafðu meiri gleði af samkomunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hafðu meiri gleði af samkomunum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Stuðlar þú að uppbyggilegum samkomum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Unga fólkið hefur gagn af samkomunum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 10.99 bls. 1

Hafðu meiri gleði af samkomunum

1 Samkomur eru ómissandi fyrir andlega velferð okkar. Gleðin, sem þær veita okkur, er nátengd því hvað við gerum fyrir og eftir samkomur og eins meðan á þeim stendur. Hvernig getum við sjálf haft sem mesta gleði af því að sækja þær og hjálpað öðrum til þess líka?

2 Fyrir samkomur: Undirbúningur hefur bein áhrif á hve mikla ánægju við höfum af samkomunum. Með góðum undirbúningi er líklegra að við fylgjumst vel með og tökum þátt í þeim. Undirbúum vel þau samkomuverkefni, sem við fáum, með það fyrir augum að koma efninu á framfæri í samræmi við leiðbeiningar og halda athygli áheyrenda, og æfum okkur rækilega. Þegar við stuðlum að líflegum og uppbyggjandi samkomum, sem allir njóta góðs af, verða framfarir okkar augljósar og gleðin meiri. — 1. Tím. 4:15, 16.

3 Á samkomum: Ef við svörum á samkomum höfum við meiri ánægju af þeim. Við ættum að líta á þá dagskrárliði, sem gera ráð fyrir þátttöku áheyrenda, sem verkefni allra í söfnuðinum. Hnitmiðuð og gagnorð svör eru yfirleitt áhrifaríkust. Það getur verið mjög hvetjandi og styrkjandi að koma með stuttar og uppbyggjandi frásögur, og við ættum að vera vakandi fyrir því hvenær sem dagskráin býður upp á það. (Orðskv. 15:23; Post. 15:3) Þegar við erum með ræðu eða verkefni á samkomu ættum við að tala af eldmóði og sannfæringu, og gera efnið áhugavert, raunhæft og gagnlegt.

4 Eftir samkomur: Heilsum öðrum vingjarnlega, segjum fáein vinaleg orð eða ræðum ögn um það helsta sem fram kom á samkomunni. Allir njóta góðs af því. Þegar við segjum ungum, öldnum og nýjum frá því hve vænt okkur þykir um svör þeirra og þátttöku á samkomum, dýpkar kærleikur bræðrafélagsins. Í stað þess að gagnrýna þá sem missa af samkomum, ættum við að hvetja þá til að koma með því að segja frá því hve samkomurnar veita okkur mikla gleði. — Hebr. 10:24, 25.

5 Neitum okkur ekki um þessa mikilvægu ráðstöfun til að uppörvast saman. (Rómv. 1:11, 12) Með því að leggja okkur samviskusamlega fram geta kristnar samkomur verið okkur öllum gleðigjafi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila