Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.99 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir október

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir október
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 4. október
  • Vikan sem hefst 11. október
  • Vikan sem hefst 18. október
  • Vikan sem hefst 25. október
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 10.99 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir október

Vikan sem hefst 4. október

Söngur 147

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

17 mín: „Spádómsorð Guðs rætist í einu og öllu!“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. Bendið á efni í nýju bókinni sem leggur áherslu á mikilvægi tímanna sem við lifum.

18 mín: Vertu blaðasinnaður! Greinið frá því hve mörg blöð söfnuðurinn útbreiddi í síðasta mánuði. Hvernig er talan samanborið við eintakafjöldann sem söfnuðurinn fær frá Félaginu? Ef munurinn er mikill, hvað þarf til bragðs að taka? Bjóðið áheyrendum að svara spurningum um eftirfarandi: (1) Hver boðberi ætti að panta nægilega mörg blöð, en ekki of mörg. (2) Líttu á alla laugardaga sem blaðastarfsdaga. (3) Skipuleggðu boðunarstarf þitt þannig að þú getir tekið þátt í blaðastarfi í hverjum mánuði. (4) Einsettu þér að bera oftar óformlega vitni með hjálp blaðanna. (5) Farðu með blöð um sérhæft efni til verslunarmanna og sérmenntaðs fólks sem líklegt er að þau höfði til. (6) Haltu nákvæma skrá yfir blaðadreifingu, komdu af stað reglulegri blaðaleið og farðu aftur með nýjustu blöðin. (7) Notaðu eldri blöð vel svo að þau safnist ekki fyrir. Sýnið nýjustu blöðin og bendið á greinar sem gætu vakið áhuga. Fáið ungan boðbera og eldri boðbera til að hafa sína blaðakynninguna hvor. — Sjá viðauka Ríkisþjónustu okkar í september 1995.

Söngur 105 og lokabæn.

Vikan sem hefst 11. október

Söngur 194

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín: Staðbundnar þarfir.

20 mín: „Hafðu meiri gleði af samkomunum.“ Spurningar og svör. Bendið á dæmi um hvernig við getum sýnt hvert öðru tillitsemi og verið hvetjandi hvert við annað á samkomum. Bjóðið áheyrendum að greina frá eigin reynslu.

Söngur 152 og lokabæn.

Vikan sem hefst 18. október

Söngur 196

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og starfsfrásagnir.

13 mín: „Ertu að flytja?“ Hvetjandi ræða ritara. Þegar boðberar þurfa að flytja í annan söfnuð er mikilvægt að þeir komi sem fyrst undir sig fótunum á nýja svæðinu til að koma í veg fyrir andlegan afturkipp. Leggið áherslu á að öldungarnir séu látnir vita um slík áform og beðnir um aðstoð til að komast í samband við nýja söfnuðinn.

22 mín: „Hvað geturðu sagt við gyðing?“ Spurningar og svör. Útskýrið mismunin á meginfylkingum gyðingdómsins — strangri réttrúnaðarstefnu, frjálslyndisstefnu og íhaldsstefnu. (Sjá bókina Mankind’s Search for God, bls. 226-7.) Bendið á hvernig finna megi sameiginlegan umræðugrundvöll við gyðing. Sviðsetjið vel æfða kynningu. Fleiri upplýsingar um gyðingatrú er að finna í viðauka Ríkisþjónustu okkar í febrúar 1998, Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni), bls. 22-3, og Mankind’s Search for God (Leit mannkyns að Guði), 9. kafla.

Söngur 142 og lokabæn.

Vikan sem hefst 25. október

Söngur 179

15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hjálpið öllum að búa sig undir að bjóða Kröfubæklinginn eða Þekkingarbókina í nóvember. Útskýrið hvernig megi búa til kynningu byggða á spurningunni „Svarar Guð bænum?“ Notaðu efni úr 7. kafla í bæklingnum eða 16. kafla í bókinni, gr. 12-14. Sviðsetjið einfalda kynningu þar sem ritningarstaður er notaður.

15 mín: Að finna svör við biblíuspurningum. Boðberi hefur hitt áhugasaman mann með biblíuspurningu og leitar aðstoðar safnaðarþjóns. Í stað þess að segja boðberanum svarið bendir safnaðarþjónninn á hvernig hann geti fundið það sjálfur. Hann rifjar fyrst upp tillögurnar í Theocratic Ministry School Guidebook (Skólahandbókinni), 7. kafla, gr. 8-9. Síðan athuga þeir í sameiningu algenga spurningu sem boðberar fá á safnaðarsvæðinu. Þeir fletta upp tilvísunum um efnið og finna sannfærandi rök sem skýra svar Biblíunnar. Hvetjið áheyrendur til að rannsaka biblíuspurningar á þennan hátt.

15 mín: Markmið sem við getum sett okkur. Ræða með þátttöku áheyrenda. Fjallið um raunhæf markmið í rammagreininni á bls. 11 í Varðturninum á ensku 15. mars 1997. Hvetjið einnig til aðstoðarbrautryðjandastarfs eða reglulegs brautryðjandastarfs. Útskýrið hvaða hag við getum haft af því að ná þessum markmiðum. Bjóðið áheyrendum að greina frá þeirri gleði sem það veitti þeim að ná ákveðnum guðræðislegum markmiðum.

Söngur 151 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila