Spádómsorð Guðs rætist í einu og öllu!
1 Vottar Jehóva hafa alltaf haft áhuga á spádómum Biblíunnar. Það gladdi okkur þess vegna mjög þegar við heyrðum að stef landsmótsins í ár yrði „Spádómsorð Guðs.“ Við voru spennt að vita hvaða „mat á réttum tíma“ Jehóva hafði tilreitt handa okkur og urðum ekki fyrir vonbrigðum. — Matt. 24:45.
2 Hápunktar mótsins: Í aðalræðunni á föstudeginum, „Gefðu gaum að spádómsorði Guðs,“ var meðal annars fræðandi umfjöllun um ummyndunarsýnina. (Matt. 17:1-9) Þar var lögð áhersla á að við stöndum núna á þröskuldi bestu tíma sem hugsast getur, því að mjög langt er liðið á endalokatímann og nýja heimskerfið er rétt framundan. Mikilvæg leið til að gefa gaum að orði Guðs er að lesa það reglulega. Í ræðusyrpunni „Hafðu yndi af að lesa orð Guðs“ voru gefnar fínar tillögur til að gera biblíulestur ánægjulegri og gagnlegri.
3 Síðdegis á laugardeginum var rætt um hvað eigi að sannfæra okkur um að við lifum á síðustu dögum. Manstu allar ástæðurnar sem taldar voru upp? Á sunnudagsmorgninum var spádómur Habakkuks glæddur lífi þegar við lærðum að okkar tímar líkjast mjög tímum hans og að stórfenglegir atburðir eigi sér brátt stað þegar Jehóva tortímir hinum illu og bjargar hinum réttlátu. Skildirðu inntakið í biblíuleikritinu um Jakob og Esaú? Við verðum að sækjast kappsamlega eftir blessun frá Jehóva og sporna við sinnuleysi og tómlæti.
4 Áhugaverð ný bók: Varstu ekki spenntur þegar þú fékkst í hendur bókina Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar? Þú ert vafalaust þegar byrjaður að sökkva þér niður í hana. Ræðumaðurinn, sem tilkynnti um útkomu hennar, sagði: „Að fáeinum atriðum undanskildum hafa allir spádómar Daníelsbókar ræst.“ Undirstrikar þetta ekki mikilvægi tímanna sem við lifum?
5 Mótsdagskráin hefur styrkt mjög þá sannfæringu okkar að öll loforð Guðs, sem eiga enn eftir að uppfyllast, rætist. Við höfum fengið góða hvatningu til að halda áfram að boða öðrum spádómsorð Guðs!