Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.99 bls. 1
  • Líktu eftir óhlutdrægni Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Líktu eftir óhlutdrægni Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Metum Jehóva að verðleikum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Sýnum persónulegan áhuga með því að prédika án hlutdrægni
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Boðskapurinn sem við eigum að boða
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Að sigrast á erfiðleikum í boðunarstarfinu hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 12.99 bls. 1

Líktu eftir óhlutdrægni Jehóva

1 Jehóva er umhugað um fólk. Hann tekur hlutdrægnislaust við hverjum þeim sem gerir vilja hans. (Post. 10:34, 35) Jesús gerði sér heldur engan mannamun þegar hann prédikaði fyrir fólki. (Lúk. 20:21) Við þurfum að fylgja fordæmi þeirra líkt og Páll gerði, en hann skrifaði: „Hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá sem ákalla hann.“ — Rómv. 10:12.

2 Það er Guði til dýrðar að við prédikum fagnaðarerindið um ríki hans fyrir öllum sem við hittum. Við þurfum að halda áfram að kynna þennan stórkostlega boðskap fyrir öðrum, óháð kynþætti þeirra, þjóðfélagsstöðu, menntun eða fjárhag. (Rómv. 10:11-13) Það merkir að prédika fyrir þeim sem vilja hlusta — körlum og konum, ungum og öldnum. Við þurfum að fara í öll hús svo að hver einasti húsráðandi fái tækifæri til að heyra sannleikann.

3 Sýndu öllum áhuga: Markmið okkar er að hitta alla sem við getum. Með það fyrir augum hafa sumir boðberar vitnað með góðum árangri fyrir fólki á læknastofum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, velferðarstofnunum og meðferðarheimilum. Aðrir hafa vitnað fyrir útfararstjórum, skólastjórnendum, félagsráðgjöfum og dómurum. Þegar opinberir starfsmenn og embættismenn eru teknir tali á vel við að þakka fyrir þau gagnlegu störf sem þeir vinna í samfélaginu. Sýndu tilhlýðilega virðingu og veldu tímabærar greinar sem snerta starf þeirra og vandamál þeim tengd.

4 Systur nokkurri tókst að ná tali af dómara á skrifstofu hans. Eftir líflegar umræður lýsti hann yfir: „Veistu hvað mér líkar við votta Jehóva? Þeir hafa heilsteyptar lífsreglur og hvika ekki frá þeim.“ Systirin bar vitni fyrir þessum áhrifamanni með góðum árangri.

5 Við getum ekki lesið hjörtu fólks. En ef við tölum við alla sem við hittum, þá sýnum við að við trúum að Guð stýri starfi okkar og við veitum fólki þau sérréttindi að heyra vonarboðskapinn og taka afstöðu. (1. Tím. 2:3, 4) Notum tímann viturlega og kappkostum að líkja eftir óhlutdrægni Jehóva með því að koma fagnaðarerindinu á framfæri við eins marga og við getum. — Rómv. 2:11; Ef. 5:1, 2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila