‚Konur sem leggja hart á sig fyrir Drottin‘
1 Páll lýsti Trýfænu og Trýfósu, tveim duglegum systrum í söfnuðinum í Róm, með orðunum hér að ofan. Um aðra systur sagði hann: „Heilsið Persis . . . sem mikið hefur starfað fyrir Drottin.“ Hann fór einnig fögrum orðum um Föbe og sagði að hún hefði verið „bjargvættur margra.“ (Rómv. 16:2, 12) Og Ritningin segir um Dorkas: „Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.“ (Post. 9:36) Andlega sinnaðar konur eru söfnuðinum mikil blessun.
2 Kunnum við að meta systur sem leggja hart að sér í söfnuðinum? Þær vinna megnið af prédikunarstarfinu, stjórna meiri hluta biblíunámskeiðanna og hjálpa mörgum hinna nýju. Þær verja einnig töluverðum tíma til að hjálpa börnum að taka andlegum framförum. Kristnar konur leggja sitt af mörkum til að stuðla að kærleika, gleði, friði og kostgæfni í söfnuðinum. Þær veita stuðning á margvíslega vegu svo að eiginmenn þeirra og börn geti gert meira í þjónustu Jehóva.
3 Systur í fullu boðunarstarfi: Trúboðssystur eru í hópi þeirra sem leggja mjög hart á sig fyrir Drottin og margar þeirra hafa átt þátt í að koma starfinu af stað í öðrum löndum. Eiginkonur farandumsjónarmanna eru önnum kafnar við að starfa með söfnuðunum, sem eiginmenn þeirra þjóna, og hvetja og uppörva margar systur. Þá má ekki gleyma Betelsystrunum sem þjóna kostgæfilega í þágu skipulags Jehóva. Og systur okkar í reglulegu brautryðjandastarfi vegsama Guð með því að leggja sig trúfastlega fram við að hjálpa öðrum að kynnast sannleikanum.
4 Fórnfýsi þessara trúföstu kvenna veitir þeim mikla lífsfyllingu. (1. Tím. 6:6, 8) Þær verðskulda hrós og alla þá hvatningu og stuðning sem við getum veitt þeim.
5 Kristnar konur eru skipulagi Jehóva mikils virði og þjóna trúfastar öllum til blessunar. Metum slíkar konur að verðleikum og biðjum um blessun Jehóva þeim til handa er þær halda áfram að ‚leggja hart á sig fyrir Drottin.‘