Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.00 bls. 8
  • Ertu reglulegur boðberi Guðsríkis?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu reglulegur boðberi Guðsríkis?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Við náðum nýju hámarki
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Verður ágúst framúrskarandi mánuður?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Verum regluleg í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 4.00 bls. 8

Ertu reglulegur boðberi Guðsríkis?

1 Við glöddumst öll yfir nýja boðberahámarkinu í janúar 1999 þegar 328 boðberar gáfu skýrslu um boðunarstarf sitt. Það var vel af sér vikið! En síðan þá hafa nokkrir í þessum hópi átt erfitt með að vera reglulegir boðberar því að meðaltalið hefur lækkað. Við höfum ekki náð þessari boðberatölu aftur sem gefur til kynna að sumir fara ekki í boðunarstarfið í hverjum mánuði. Eftirfarandi hvatningarorð geta örugglega hjálpað til að ráða bót á vandanum.

2 Mettu sérréttindi þín: Við ættum að vera innilega þakklát fyrir sérréttindi okkar að mega segja öðrum frá fagnaðarerindinu um Guðsríki. Boðunarstarfið gleður hjarta Jehóva og hjálpar hjartahreinum að kynnast veginum til lífsins. (Orðskv. 27:11; 1. Tím. 4:16) Með því að bera reglulega vitni verðum við færari boðberar og gleði okkar og árangur verður meiri.

3 Gefðu skýrslu um starf þitt: Sumir boðberar trassa að skila starfsskýrslu tímanlega. Okkur ætti aldrei að finnast viðleitni okkar svo lítilfjörleg að það taki því ekki að gefa skýrslu um hana. (Samanber Markús 12:41-44.) Greinum fyrir alla muni frá því sem við gerum! Komdu þér upp einhverju kerfi heima til að skrá starfstímana þína, til dæmis á dagatal, svo að það minni þig á að gefa nákvæma skýrslu um hver mánaðamót.

4 Veittu þá hjálp sem þarf: Hugsanlega þarf að gera fleiri ráðstafanir í söfnuðinum til að hjálpa boðberum sem þurfa aðstoð til að stunda boðunarstarfið reglulega. Ritarinn og bóknámsstjórarnir gætu beðið reynda boðbera um að rétta hjálparhönd. Séu börn þín eða aðrir biblíunemendur óskírðir boðberar skaltu kenna þeim að greina frá boðunarstarfi sínu í hverjum mánuði.

5 Rifjaðu upp ævisöguna „Grateful for a Long Life in Jehovah’s Service“ (Þakklát fyrir langa ævi í þjónustu Jehóva) í Varðturninum á ensku 1. október 1997. Þar segir frá systur Ottiliu Mydland í Noregi sem varð reglulegur boðberi fagnaðarerindisins áður en hún skírðist árið 1921. Sjötíu og sex árum síðar, þá 99 ára að aldri, sagði hún: „Ég fagna því að geta enn verið reglulegur boðberi.“ Þetta viðhorf ættu allir þjónar Jehóva að hafa!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila