Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.02 bls. 6
  • Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Verum regluleg í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Bóknámsumsjónarmenn sýna persónulegan áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 12.02 bls. 6

Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?

1 Margar biblíufrásagnir hafa að geyma nákvæmar tölur sem hjálpa okkur að fá skýra mynd af því sem gerðist. Gídeon sigraði til dæmis herbúðir Midíans með aðeins 300 mönnum. (Dóm. 7:7) Engill Jehóva deyddi 185.000 assýrska hermenn. (2. Kon. 19:35) Á hvítasunnunni árið 33 létu um 3000 skírast og stuttu eftir það voru þeir sem tekið höfðu trú orðnir um 5000. (Post. 2:41; 4:4) Það er augljóst af þessum frásögum að þjónar Guðs til forna lögðu sig í líma við að taka saman ýtarlega og nákvæma skýrslu.

2 Skipulag Jehóva nú á dögum mælist til þess að við gerum grein fyrir boðunarstarfi okkar í hverjum mánuði. Ef við styðjum trúfastlega þetta fyrirkomulag gengur betur að hafa umsjón með boðunarstarfinu. Skýrslur geta varpað ljósi á ákveðna þætti þjónustunnar sem þarf að bæta eða að þörf sé á fleiri verkamönnum á vissum svæðum. Starfsskýrslur hjálpa öldungum að sjá hverjir í söfnuðinum geta hugsanlega fært út kvíarnar í þjónustunni og einnig hverjir þurfa á aðstoð að halda. Og það er uppörvandi fyrir allt bræðrafélagið að vita hvernig boðun Guðsríkis gengur. Leggur þú þitt af mörkum til að stuðla að nákvæmri heildarskýrslu?

3 Ábyrgð þín: Finnst þér erfitt í lok mánaðarins að muna eftir því sem þú hefur gert í boðunarstarfinu? Ef svo er hvers vegna þá ekki að skrá það niður í hvert sinn sem þú tekur þátt í boðunarstarfinu? Sumir nota dagatal eða dagbók. Aðrir hafa meðferðis autt skýrslublað. Skilaðu starfsskýrslunni stundvíslega til bóknámsumsjónarmannsins í lok hvers mánaðar. Þú getur einnig látið hana í skýrslukassann í ríkissalnum ef þú vilt það heldur. Ef þú gleymir að skila skýrslu skaltu tafarlaust hafa samband við umsjónarmanninn en ekki bíða eftir því að hann tali við þig. Með því að skila samviskusamlega skýrslu um starfið sýnirðu virðingu fyrir ráðstöfun Jehóva og tillitsemi við bræðurna sem hafa það verkefni að safna saman skýrslunum og vinna úr þeim. — Lúk. 16:10.

4 Hlutverk bóknámsumsjónarmanns: Umsjónarmaðurinn er árvakur og umhyggjusamur hirðir og sýnir áhuga á starfi hópsins allan mánuðinn. (Orðskv. 27:23) Hann veit hvort allir eigi virkan og ánægjulegan þátt í boðunarstarfinu og er fljótur að bjóða fram aðstoð ef einhver hefur ekki farið út í starfið í heilan mánuð. Oft þarf ekki meira en nokkur hvatningarorð, góða tillögu eða að bjóðast til að fara með honum í starfið.

5 Í lok mánaðarins gengur bóknámsumsjónarmaðurinn úr skugga um að allir í hópnum hafi sinnt þeirri skyldu að skila inn starfsskýrslu þannig að ritarinn geti sent deildarskrifstofunni nákvæma safnaðarskýrslu þann sjötta næsta mánaðar. Er líður að mánaðarlokum gæti verið gagnlegt fyrir umsjónarmanninn að minna hópinn á að koma með skýrslurnar í bóknámið. Ef einhver er gjarn á að gleyma að skila inn skýrslunni sinni getur umsjónarmaðurinn komið með viðeigandi áminningar og hvatningu.

6 Þegar við skilum starfsskýrslunni á réttum tíma stuðlum við að því að heildarskýrslan gefi nákvæma mynd af því sem hefur verið gert í boðunarstarfinu. Ætlar þú að leggja þitt af mörkum með því að gera grein fyrir starfi þínu strax eftir hver mánaðamót?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila