Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.00 bls. 1
  • „Allt skal miða til uppbyggingar“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Allt skal miða til uppbyggingar“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Láttu hyggindi varðveita þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Kristin eining varðveitt í viðskiptum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Verum uppbyggjandi
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Yfirgefum aldrei trúsystkini okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 7.00 bls. 1

„Allt skal miða til uppbyggingar“

1 Í samskiptum við trúbræður þarf að hafa að leiðarljósi hvað þeim er gott og til uppbyggingar. Það felur í sér að láta sér annt um andlega velferð þeirra. Ef við höfum atvinnu af því að koma vöru eða þjónustu á framfæri þurfum við að gæta þess að gera ekkert sem gæti hneykslað bræður okkar. — 2. Kor. 6:3; Fil. 1:9.

2 Sumir stunda ýmiss konar áhættuviðskipti og líta á trúbræður sem hugsanlega viðskiptavini. Sum sölufyrirtæki hvetja fulltrúa sína til að líta á alla sem mögulega viðskiptavini, líka þá sem eru í sama trúfélagi. Dæmi eru um að bræður hafi skipulagt fjölmenna kynningarfundi fyrir votta til að hvetja þá til að standa að áhættufyrirtæki. Aðrir kynna áhættuviðskiptin með því að senda trúbræðrum greinar, bæklinga, upplýsingar á Netinu, snældur eða myndbönd. Það er allsendis óviðeigandi af kristnum manni að misnota guðræðissambönd sín á þennan hátt. — 1. Kor. 10:23, 24, 31-33.

3 Vertu varkár: Þetta merkir ekki að kristinn maður geti ekki átt viðskipti við trúbróður sinn. Það er persónulegt mál hvers og eins. En sumir leggja á ráðin um áhættuviðskipti sem ýta undir ágirnd, og þeir hvetja trúbræður til að gerast meðeigendur eða fjárfestar. Mörg þessara áhættufyrirtækja verða gjaldþrota og menn glata stórum fjárhæðum. Þótt þeir sem lögðu fé í þau hafi kannski látið von um skjótan hagnað ráða ferðinni ætti frumkvöðullinn ekki að halda að hann sé ámælislaus ef viðskiptaáformin fara út um þúfur. Hann ætti að íhuga vandlega fyrir fram hvaða áhrif það hefði á andlega og efnislega velferð bræðra ef viðskiptin misheppnuðust. Þeir sem gegna ábyrgðarstöðum innan skipulagsins ættu að vera sérstaklega varkárir í veraldarvafstri sínu vegna þess að bræður líta upp til og bera mikið traust til þeirra. Það væri rangt að misnota þessa trúnaðarstöðu. Bróðir gæti fyrirgert heilögum þjónustusérréttindum ef hann glataði virðingu annarra.

4 Við ættum að leggja okkur fram um að ‚allt miði til uppbyggingar.‘ (1. Kor. 14:26) Forðumst alla kynningar-, verslunar- og viðskiptastarfsemi innan safnaðarins. Það er ekki í þeim tilgangi sem Ritningin hvetur okkur til að safnast saman. — Hebr. 10:24, 25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila