Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.00 bls. 4
  • Ertu feiminn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu feiminn?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Af hverju er ég svona feiminn?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Hvernig get ég sigrast á feimni?
    Ungt fólk spyr
  • Jehóva veitir þér styrk
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hvernig get ég lært að halda uppi samræðum?
    Vaknið! – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 7.00 bls. 4

Ertu feiminn?

1 Feimni er ósköp eðlileg í bernsku og okkur finnst ekkert óeðlilegt að sjá krakka fela sig bak við móður sína eða föður og gjóta til okkar augunum. Margir fullorðnir eru líka feimnir að eðlisfari. Hvað geturðu gert ef feimnin kemur niður á þátttöku þinni í boðunarstarfinu?

2 Takstu á við feimnina: Hugsaðu vel um ‚hinn hulda mann hjartans.‘ (1. Pét. 3:4) Efldu kærleika þinn til Jehóva og náungans. Sannfærðu þig um að þátttaka í boðunarstarfinu sé ein besta leiðin til að sýna fórnfúsan kærleika. Temdu þér góðar venjur í sambandi við einkanám og samkomusókn. Biddu Jehóva reglulega og markvisst um hjálp. Sterk trú á hann og traust byggir upp sjálfstraustið og veitir þér „meiri djörfung til að tala orð Guðs óttalaust.“ — Fil. 1:14.

3 Berstu gegn vanmáttarkennd. Jafnvel Tímóteus virðist hafa þurft að gera það. Páll hvatti hann til að ‚láta engan líta smáum augum á æsku sína‘ og minnti hann á að ‚Guð hefði ekki gefið honum anda hugleysis heldur anda máttar.‘ (1. Tím. 4:12; 2. Tím. 1:7) Jehóva notaði Tímóteus óspart og hann notar þig líka ef þú leggur þig fram og reiðir þig fullkomlega á hann. — Sálm. 56:12.

4 Feimin systir var hrædd við eiginmann sinn, sem var andsnúinn sannleikanum, en hún hugsaði um ritningarstað eins og Matteus 10:37 og það hjálpaði henni. Hún gafst ekki upp og boðunarstarfið varð henni smám saman auðveldara, og um síðir tók maður hennar, móðir og bræður við sannleikanum.

5 Undirbúningur er nauðsynlegur: Þú eykur sjálfstraustið enn frekar með góðum undirbúningi fyrir boðunarstarfið. Veldu einfalda kynningu í Biblíusamræðubæklingnum eða eldri eintökum Ríkisþjónustu okkar, festu hana vel í minni og æfðu hana. Hugsaðu jákvætt frekar en að fyllast þarflausum kvíða. Starfaðu með öðrum til að hleypa í þig kjarki. Mundu að margir húsráðendur eru ekki síður feimnir en þú. Allir þurfa að heyra um Guðsríki.

6 Sértu feiminn skaltu ekki örvænta. Leggðu þig fram. Jehóva hjálpar þér að verða dugandi boðberi fagnaðarerindisins og þá veitir þjónustan þér gleði. — Orðskv. 10:22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila