Að sannfæra aðra
1 Páll postuli gat sér orð fyrir að vera sannfærandi boðberi. (Post. 19:26) Jafnvel Agrippa konungur sagði við hann: „Innan skamms fær þú mig til að verða kristinn.“ (Post. 26:28, Biblían 1859) Hvað gerði Pál svona sannfærandi? Hann rökræddi út af Ritningunni og lagaði rökfærsluna að áheyrendunum. — Post. 28:23.
2 Við þurfum að vera sannfærandi í boðunarstarfinu líkt og Páll og vera skarpskyggn þegar við tölum við og hlustum á aðra. (Orðskv. 16:23) Til þess eru þrjár leiðir .
3 Hlustaðu vandlega: Þegar viðmælandi þinn talar hlustaðu þá eftir sameiginlegum umræðugrundvelli sem þú getur byggt á. Ef hann kemur með mótbáru reyndu þá að koma auga á hugsunina að baki henni. Það er gagnlegt að vita nákvæmlega hverju hann trúir, af hverju hann trúir því og hvað sannfærði hann um það. (Orðskv. 18:13) Reyndu með háttvísi að fá hann til að tjá sig um þetta.
4 Spyrðu spurninga: Ef einhver segist trúa þrenningunni gætir þú spurt: „Hefurðu alltaf trúað þrenningunni?“ Spyrðu svo hvort hann hafi einhvern tíma rannsakað nákvæmlega það sem Biblían segir um málið. Þú gætir líka spurt: „Ef Guð væri þríeinn myndum við þá ekki ætla að það kæmi skýrt fram í Biblíunni?“ Svörin, sem þú færð, hjálpa þér að rökræða við einstaklinginn um það sem Ritningin segir.
5 Beittu góðum rökum: Vottur var að tala við konu sem trúði að Jesús væri Guð. Hann sagði: ‚Setjum sem svo að þú vildir sýna fram á að tveir menn væru jafnir. Geturðu hugsað þér dæmi um fjölskyldutengsl sem myndu lýsa því vel?‘. „Ég myndi kannski líkja þeim við bræður,“ sagði hún. „Kannski eineggja tvíbura,“ bætti hann við en spurði svo: „Hvaða skilaboð var Jesús þá að gefa okkur þegar hann kenndi okkur að líta á Guð sem föðurinn en sig sem soninn?“ Konan skildi að annar væri þá eldri og hefði meira vald. (Matt. 20:23; Jóh. 14:28; 20:17) Búið var að ná til huga hennar og hjarta með því að nota sannfæringarlistina.
6 Auðvitað eru ekki allir móttækilegir fyrir sannleikanum þó svo að kynning okkar sé rökrétt og nákvæm. En eins og Páll ættum við að vera iðin við að leita þeirra sem hafa rétt hjartalag og sannfæra þá um boðskapinn um Guðsríki. — Post. 19:8.