Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.01 bls. 1
  • Taktu sem mestan þátt í uppskerunni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Taktu sem mestan þátt í uppskerunni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Akrarnir eru fullþroskaðir til uppskeru
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Verið glaðir uppskerumenn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Haldið ótrauðir áfram í uppskerustarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Verkamenn vantar til uppskerunnar!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 5.01 bls. 1

Taktu sem mestan þátt í uppskerunni

1 Bæði Jesús Kristur og spámenn Jehóva til forna töluðu um að safna saman fólki. (Jes. 56:8; Esek. 34:11; Jóh. 10:16) Nú er verið að vinna slíkt starf því að fagnaðarerindið um ríkið er boðað um heim allan. (Matt. 24:14) Munurinn á þeim sem þjóna Guði og þeim sem gera það ekki er augljós. (Mal. 3:18) Hvað þýðir það fyrir okkur?

2 Skylda hvers og eins: Við getum lært af fordæmi Páls sem var einn af forystumönnum boðunarstarfsins. Hann stritaði hvíldarlaust í þágu annarra því að honum fannst sér bera skylda til að prédika svo að allir fengju tækifæri til að heyra fagnaðarerindið og bjargast. (Rómv. 1:14-17) Hvílir ekki enn þyngri ábyrgð á okkur að prédika fyrir fólki núna, í ljósi þeirrar hættu sem mannkynið stendur frammi fyrir? — 1. Kor. 9:16.

3 Mikið liggur á: Hægt er að líkja boðunarstarfinu við leitar- og björgunarstarf. Það verður að finna fólk og koma því í skjól áður en það er um seinan. Tíminn er naumur og líf eru í húfi. Það er engin furða að Jesús skyldi hvetja lærisveinana til að ‚biðja herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.‘ — Matt. 9:38.

4 Margir verkamenn Guðsríkis hafa aukið þátt sinn í þessu björgunarstarfi í ljósi þess hve mikið liggur við. Ungur piltur, sem heitir Hirohisa, bjó með einstæðri móður sinni og fjórum yngri systkinum. Hann dró björg í bú með því að vakna klukkan þrjú á nóttunni og bera út dagblöð. En Hirohisa langaði til að taka meiri þátt í boðunarstarfinu og gerðist reglulegur brautryðjandi. Gætir þú aukið við þig í þessu starfi sem aldrei verður endurtekið?

5 „Tíminn er orðinn stuttur.“ (1. Kor. 7:29) Við skulum því taka eins mikinn þátt og við getum í mikilvægasta starfinu sem framkvæmt er á jörðinni nú á dögum — að boða fagnaðarerindið um ríkið og gera menn að lærisveinum. Jesús líkti boðun fagnaðarerindisins við uppskerustarf. (Matt. 9:35-38) Ef við tökum ríkulegan þátt í uppskerunni getur starf okkar borið þann ávöxt að hjálpa einhverjum að sameinast hinum mikla múgi tilbiðjenda sem lýst er í Opinberunarbókinni 7:9, 10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila