Búðu þig undir hið óvænta
1 Það eru orð að sönnu að ‚tími og tilviljun mætir öllum mönnum.‘ (Préd. 9:11) Stálhraustur maður getur skyndilega orðið fyrir slysi eða veikst og lent á spítala. Þá skiptir miklu máli að vera vel undirbúinn. En hvernig er hægt að búa sig undir óvænta innlögn á spítala?
2 Hinn ‚trúi og hyggni þjónn‘ hefur séð til þess að við getum verið vel undirbúin fyrir hið óvænta. (Matt. 24:45) Í Ríkisþjónustu okkar, Varðturninum og fleiri ritum hafa birst greinagóðar leiðbeiningar sem við getum kynnt okkur vel og rifjað upp. Áttu viðauka Ríkisþjónustunnar frá nóvember 1992 á vísum stað? Yfirskriftin er: „Ert þú undirbúinn að standast prófraunir sem trú þín kann að verða fyrir á spítala?“ Hefurðu rifjað efnið upp nýlega með fjölskyldunni?
3 Í Varðturninum hafa birst leiðbeiningar um lyf unnin úr blóði (1. júlí 2000, bls. 29-31), notkun á eigin blóði sjúklings (1. desember 2000, bls. 30-31), um bóluefni og sprautulyf (1. febrúar 1995, bls. 31) og um sprautur með blóðþáttum (1. febrúar 1994, bls. 30-31). Ítarlega umfjöllun um hina biblíulegu afstöðu er að finna í Varðturninum 1. nóvember 1991, bls. 8-17. Ekki má heldur gleyma Vaknið! frá janúar - mars 2000, bls. 3-11. Í flestum árgöngum Vaknið! frá 1987 hefur verið fjallað um blóðgjafir og læknismeðferð án blóðgjafar.
4 Þekktu réttindi þín sem sjúklingur. Í lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 er kveðið skýrt á um rétt sjúklings til að samþykkja eða hafna meðferð. Lækni ber ávallt að virða óskir sjúklings og mannhelgi. Í lögunum er einnig kveðið á um það að foreldrar, sem fara með forsjá barns, skulu veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára, og að sjúk börn skulu höfð með í ráðum eftir því sem kostur er og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri.
5 Ræddu þetta mál við Jehóva í bæn og biddu hann að styðja þig í þeim ásetningi að hlýða lögum hans um blóðið. Og búðu fjölskyldu þína einnig undir að takast á við hið óvænta.