Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.02 bls. 8
  • Foreldrar — kennið börnunum frá unga aldri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Foreldrar — kennið börnunum frá unga aldri
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Foreldrar, hafið yndi af börnum ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Kennið börnunum að vera boðberar
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Að byggja upp andlega sterka fjölskyldu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Foreldrar – kennið börnum ykkar að elska Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 1.02 bls. 8

Foreldrar — kennið börnunum frá unga aldri

1 „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskv. 22:6) Foreldrar, hvenær er best að byrja að kenna börnunum til að þau ‚víki‘ ekki af vegi sannleikans? Mjög snemma!

2 Þegar Páll sagði að Tímóteus hefði hlotið trúfræðslu frá „blautu barnsbeini“ meinti hann greinilega allt frá frumbernsku. (2. Tím. 3:14, 15) Árangurinn varð sá að Tímóteus varð duglegur, andlega þroskaður maður þegar hann óx úr grasi. (Fil. 2:19-22) Foreldrar, þið verðið líka að kenna börnum ykkar „frá blautu barnsbeini“ til þess að þau hljóti þá fræðslu sem þau þarfnast til að geta ‚vaxið upp hjá Jehóva.‘ — 1. Sam. 2:21.

3 Sjáið þeim fyrir því vatni sem þau þurfa til vaxtar: Til að ungar trjáplöntur verði að tignarlegum trjám þurfa þau nægan vatnsforða. Sama má segja um börn á öllum aldri. Þau verða að drekka í sig biblíusannindi til þess að verða þroskaðir þjónar Guðs með aldrinum. Reglufast, fjölskyldubiblíunám er besta aðferðin til að kenna börnum sannleikann og til að hjálpa þeim að öðlast náið samband við Jehóva. En foreldrar, miðið við það hversu lengi hvert barn getur einbeitt sér. Sennilega henta margar, stuttar námsstundir ungum börnum betur en fáar langar. — 5. Mós. 11:18, 19.

4 Vanmetið aldrei námsgetu barnanna. Segið þeim sögur af biblíupersónum. Látið þau teikna biblíumyndir eða leika biblíuatburði. Nýtið ykkur myndböndin og hljóðsnældurnar vel, þar á meðal biblíuleikritin. Sníðið fjölskyldunámsstundirnar að aldri og getu barnanna. Í byrjun er um undirstöðufræðslu að ræða, í smáum skömmtum, en eftir því sem barnið eldist verður fræðslan smám saman ítarlegri. Gerið biblíufræðsluna lifandi og fjölbreytilega. Til þess að börnin ykkar ‚sækist eftir‘ orðinu skuluð þið gera námið eins skemmtilegt og þið getið. — 1. Pét. 2:2.

5 Látið þau taka þátt í safnaðarlífinu: Setjið börnunum ávallt markmið við þeirra hæfi til þess að þau verði dyggir þátttakendur í safnaðarlífinu. Hvað gæti verið fyrsta markmið þeirra? Foreldrar tveggja ungra barna sögðu: „Það fyrsta sem börnin lærðu var að sitja róleg í ríkissalnum.“ Síðan má hjálpa börnum að svara með eigin orðum á samkomum og stefna að því að innrita sig í Guðveldisskólann. Verðug markmið fyrir boðunarstarfið gætu verið þau að bjóða smárit við dyrnar, lesa ritningarstað, fara með blaðakynningu og fá húsráðandann til að taka þátt í innihaldsríkum samræðum.

6 Sýnið gott fordæmi: Heyra börnin ykkur tala daglega um Jehóva og biðja til hans? Sjá þau ykkur nema orð hans, sækja samkomur, taka þátt í boðunarstarfinu og hafa yndi af að gera vilja hans? (Sálm. 40:9) Það er mikilvægt að þau geri það og að þið gerið allt þetta í sameiningu. „Fordæmi mömmu hafði sterk áhrif á okkur — verk hennar sögðu meira en mörg orð“ sagði uppkomin dóttir um móður sína er hafði alið upp sex börn sem trúfasta votta. Fjögurra barna móðir segir: „‚Jehóva hefur forgang.‘ Þetta voru ekki innantóm orð heldur lífsstefna okkar.“

7 Foreldrar, byrjið snemma að kenna börnunum, fræðið þau um sannleikann frá orði Guðs, setjið þeim smám saman markmið við þeirra hæfi og verið þeim eins gott fordæmi og kostur er. Þið sjáið ekki eftir því.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila