Spurningakassinn
◼ Hvernig ættum við að vera til fara þegar við heimsækjum Betelheimili og deildarskrifstofur?
Þegar við heimsækjum Betelheimili ættum við „að klæða, snyrta og hegða okkur eins og ætlast er til að við gerum þegar við förum á samkomur í ríkissalnum,“ hvort sem við erum þangað komin til að fara í skoðunarferð eða til að heimsækja betelstarfsfólk. (om 131) Það hefur samt borið á því að sumir bræður og systur eiga það til að vera mjög hversdagslega til fara þegar þau heimsækja deildarskrifstofurnar. Það er ekki viðeigandi. Klæðaburður okkar og útlit ætti að vera til fyrirmyndar, smekklegt og látlaust og endurspegla það velsæmi og þann virðuleika sem þjónar Jehóva Guðs eiga að sýna. — 1. Tím. 2:9, 10.
Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar við heimsækjum Betelheimili og deildarskrifstofur því að þessir staðir vekja athygli margra sem ekki eru vottar. Þeir sem fylgjast með okkur mynda sér kannski skoðun á fólki Guðs og skipulagi hans út frá því sem þeir sjá. Það væri æskilegt að tala við biblíunemendur og aðra sem ætla að heimsækja þessa staði og minna þá á hve mikilvægt sé að huga að því að vera viðeigandi til fara. Betelfjölskyldan metur það mikils.
Við erum kristnir boðberar og verðum að gæta þess að útlit okkar sé engum til ásteytingar. (2. Kor. 6:3, 4) Við skulum því ávallt vera viðeigandi til fara, gæta velsæmis og ‚prýða kenningu Guðs frelsara vors í öllum greinum.‘ — Tít. 2:10.