Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.02 bls. 3
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • ‚Farsímafíkn‘
    Vaknið! – 2003
  • Eru til einhver einföld lífsform?
    Uppruni lífsins – fimm áhugaverðar spurningar
  • Stjórna rafræn samskipti lífi mínu?
    Vaknið! – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 7.02 bls. 3

Spurningakassinn

◼ Hvað ættum við að hafa í huga varðandi farsímanotkun?

Slík tæki geta gert okkur kleift að vera í sambandi nánast hvar sem er. Það getur auðvitað komið sér vel. En við verðum samt að gæta þess að nota ekki farsíma þannig að það trufli boðunarstarfið eða kristnar samkomur. Hvernig gæti það gerst?

Hvaða áhrif heldurðu að það hefði ef farsíminn hringdi meðan við værum að vitna fyrir einhverjum í boðunarstarfinu. Hvað ætli húsráðandanum fyndist? Hvernig kæmi það honum fyrir sjónir ef við gerðum hlé á samræðunum og svöruðum símatalinu? Við viljum auðvitað ekki gera neitt sem gæti hindrað það að fólk hlusti á guðsríkisboðskapinn. (2. Kor. 6:3) Ef við erum með farsíma ættum við þess vegna að stilla hann þannig að hann trufli hvorki okkur né aðra þegar við erum í boðunarstarfinu.

Hvað ef við erum að bíða meðan aðrir eru að vitna fyrir einhverjum? Ættum við ekki að einbeita okkur að boðunarstarfinu ef við höfum tekið frá tíma til þess? Sökum virðingar fyrir heilagri þjónustu okkar ættum við að sinna ónauðsynlegum einkamálum og kunningjasímtölum á öðrum tímum. (Rómv. 12:7) Þetta útilokar auðvitað ekki að nota símann til að gefa frekari vitnisburð eða að ákveða tíma til þess.

Við verðum að fara með sérstakri gát þegar við notum farsíma við akstur. Sumar rannsóknir sýna fram á að það auki mjög hættuna á umferðaróhappi. Við ættum að fylgja staðfastlega öllum lögum sem takmarka notkun farsíma við akstur.

Við erum á kristnum samkomum og mótum til að tilbiðja Jehóva og fá kennslu frá honum. Ætti ekki þakklæti fyrir heilagleika þessara samkomna að knýja okkur til að stilla farsímana þannig að þeir trufli hvorki okkur né aðra? Ef við þurfum að sinna aðkallandi máli ættum við að gera það fyrir utan samkomustaðinn. Að öðrum kosti ættum við að sinna einkamálum og því sem kemur ekki trúnni við á öðrum tímum en þeim sem helgaðir eru tilbeiðslunni. — 1. Kor. 10:24.

Notum farsíma og önnur raf­eindatæki á þann hátt að við sýnum tillitsemi við aðra og virðingu fyrir andlegum hlutum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila