Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.13 bls. 2
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • ‚Farsímafíkn‘
    Vaknið! – 2003
  • Árangursrík símaboðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Hvað ættirðu að vita um textaskilaboð?
    Ungt fólk spyr
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2013
km 4.13 bls. 2

Spurningakassinn

◼ Hvaða meginreglur Biblíunnar getum við heimfært upp á notkun farsíma á samkomum og í boðunarstarfinu?

„Öllu er afmörkuð stund.“ (Préd. 3:1) Með farsímum getur fólk talað hvert við annað eða sent textaskilaboð nánast hvenær sem er. Stundum viljum við hins vegar ekki verða fyrir truflunum af völdum símhringinga, eins og til dæmis þegar við erum á samkomu. Samkomurnar eru tími til að tilbiðja Jehóva, fá biblíulegar leiðbeiningar og uppörva hvert annað. (5. Mós. 31:12; Sálm. 22:22; Rómv. 1:11, 12) Gætum við slökkt á símanum þegar við mætum í ríkissalinn og hlustað á skilaboðin eftir samkomuna? Ef við þurfum að hafa kveikt á símanum, vegna þess að neyðartilfelli gæti komið upp, ættum við að stilla símann þannig að hann valdi ekki truflun.

Gerum allt vegna fagnaðarerindisins. (1. Kor. 9:23) Stundum höfum við góða ástæðu til að nota farsíma í boðunarstarfinu. Til dæmis gæti bróðirinn, sem hefur umsjón með hópnum, þurft að fá að vita hvar við erum á starfssvæðinu. Boðberar hringja stundum í þá sem hafa sýnt áhuga eða í biblíunemendur sína áður en þeir heimsækja þá, sérstaklega ef þeir búa langt í burtu. Ef við erum með farsíma í boðunarstarfinu ættum við að sjá til þess að hann valdi ekki truflunum þegar við erum að ræða við húsráðendur. (2. Kor. 6:3) Þegar við erum í starfinu og þurfum að bíða eftir öðrum í hópnum, væri þá ekki betra að við einbeittum okkur að því sem við erum að gera og að þeim sem við erum að starfa með í staðinn fyrir að hringja í vin eða senda textaskilaboð?

Sýnum öðrum tillitsemi. (1. Kor. 10:24; Fil. 2:4) Við ættum aldrei að líta svo á að það skipti ekki máli hvenær við mætum í samansöfnun og hugsa sem svo að við getum bara hringt í einhvern úr hópnum eða sent honum textaskilaboð til að komast að því hvar hópurinn ætlar að starfa þann daginn. Þegar við mætum seint þarf oft að endurskipuleggja hópstarfið. Auðvitað getur stundum komið fyrir að við séum sein, en þegar við venjum okkur á að mæta á réttum tíma ber það vott um virðingu fyrir þessari ráðstöfun Jehóva og tillitsemi við bróðurinn, sem hefur umsjón með hópnum, og aðra boðbera.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila