Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.01 bls. 5-6
  • Árangursrík símaboðun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Árangursrík símaboðun
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Símastarf getur verið árangursríkt
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Að hefja biblíunámskeið við dyrnar eða í síma
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 2.01 bls. 5-6

Árangursrík símaboðun

1 Markmið okkar vottanna er ekki aðeins að taka þátt í boðun fagnaðarerindisins heldur einnig að koma guðsríkisboðskapnum á framfæri við alla sem við getum náð til. (Post. 10:42; 20:24, NW) Þótt kerfisbundið boðunarstarf hús úr húsi sé enn helsta leiðin til að ná til fólks er okkur ljóst að við náum ekki til allra á þann hátt. Við notum því aðrar aðferðir, meðal annars símaboðun, til að ‚fullna þjónustuna‘ og hafa upp á sauðumlíku fólki. — 2. Tím. 4:5.

2 Fólk býr sums staðar í vernduðum íbúðum, byggingum með strangri öryggisgæslu eða umgengnisskilyrðum sem gera okkur erfitt fyrir að ná til þess með hefðbundnu starfi hús úr húsi. Sums staðar er tekið fram í anddyri fjölbýlishúsa að kynningarstarfsemi og trúboð sé bannað. Boðberar eiga að virða það ef húsfélag hefur sett slíkar reglur. Mörgum boðberum hefur tekist mjög vel að ná til þessa fólks með hjálp símans, enda næst oft betra samband við fólk í síma heldur en dyrasíma. Og jafnvel þar sem við getum starfað hús úr húsi eru oft fáir heima. Hjón nokkur störfuðu hús úr húsi einn morguninn en á níu stöðum var enginn heima. Þegar þau komu aftur í ríkissalinn flettu þau upp í götuskrá, fundu símanúmerin, hringdu í þau og fundu átta af húsráðendunum heima!

3 Veigrarðu þér við að nota símann til að boða fagnaðarerindið? Bróður nokkur viðurkennir: „Mér er illa við það að hringt sé heim til mín til að bjóða mér eitthvað til kaups svo að ég var haldinn meinloku gagnvart þessari boðunaraðferð.“ En eftir að hann hafði hringt í aðeins tvö númer sagði hann: „Þetta er alveg frábært! Ég hefði aldrei trúað þessu! Fólk er afslappað í símanum og svo hefur maður allt sem þarf innan seilingar. Þetta er alveg meiriháttar!“ Systir nokkur tekur í sama streng: „Ég var ekki sérlega spennt fyrir símaboðun og vildi satt að segja ekki taka þátt í henni. En ég lét slag standa og komst að því að þetta er ákaflega árangursrík aðferð. Ég hef haft 37 endurheimsóknir upp úr krafsinu og fleiri námskeið en ég ræð við!“ Þú getur líka náð góðum árangri ef þú ert fús til að taka þátt í símaboðun.

4 Skipulagning símaboðunar: Starfshirðirinn hefur umsjón með boðunarstarfi safnaðarins. Ef þess er þörf getur öldungaráðið útnefnt annan öldung eða hæfan safnaðarþjón til að vera starfshirðinum innan handar við skipulagningu símaboðunarinnar. Svæðisþjónninn þarf einnig að vera með í ráðum þar eð hann úthlutar svæðum og skráir yfirferð þeirra. Og farandhirðirinn hefur líka áhuga á því hvernig áætluninni miðar.

5 Búa skal til símasvæði yfir staði þar sem ekki er mögulegt að komast hús úr húsi eða íbúð úr íbúð og kynningarstarfsemi og trúboð er bannað. Boðberar ættu að láta starfshirðinn vita af slíkum húsum. Hann lætur gera lista yfir íbúðir sem eiga að mynda slík símasvæði. Þau þurfa að vera hæfilega lítil til að tryggja að farið sé yfir þau reglulega. Símasvæðin skulu sérstaklega merkt inn á svæðiskortin og tilgreint að þau séu fyrir símaboðun.

6 Hvernig finnur maður símanúmerin? Hægt er að skrifa niður nöfn eftir dyrabjöllum, póstkössum eða íbúðaskrám í anddyri fjölbýlishúsa og fletta þeim síðan upp í símaskrá. Þetta er ekki óbrigðul aðferð og upplýsingar geta stundum verið ónákvæmar. Þegar útbúin eru símasvæði getur starfshirðirinn sótt upplýsingar um símanúmer í netsímaskrána og látið þau fylgja með svæðinu.

7 Öldungarnir ættu að sýna símaboðuninni áhuga og sjá til þess að þeir sem hafa reynslu af henni þjálfi aðra. Það má til dæmis vera liður í áætluninni Brautryðjendur hjálpa öðrum. Öðru hverju mætti hvetja til símaboðunar í staðbundnum þörfum á þjónustusamkomunni og greina frá árangrinum af þessu starfi.

8 Þegar öldungar fara í hirðisheimsóknir til boðbera, sem eiga ekki heimangengt, geta þeir verið vakandi fyrir því að hvetja til símaboðunar. Öldungurinn getur leyft boðberanum að fylgjast með þegar hann hringir í nokkur númer og leyft honum síðan að spreyta sig sjálfur. Margir, sem hafa byrjað á þennan hátt, verja nokkrum mínútum daglega til símaboðunar og hafa yndi af.

9 Árangursríkar tillögur: Þegar Jesús sendi lærisveina sína út af örkinni til að prédika sendi hann þá saman „tvo og tvo“ vegna þess að hann vissi að þeir gætu lært hvor af öðrum og hvatt hvor annan. (Lúk. 10:1) Sama á við um símaboðunina. Þegar tveir starfa saman geta þeir lært hvor af öðrum, rætt um árangurinn og komið með tillögur fyrir næsta samtal. Þið getið meira að segja hjálpast að við að finna viðeigandi efni meðan á símtali stendur.

10 Sestu þar sem þú getur haft hjálpargögnin við höndina — Biblíuna, Rökræðubókina, Biblíusamræðubæklinginn, Kröfubæklinginn, blöðin og svo framvegis. Það skerpir hugsunina og eykur einbeitnina. Skrifaðu niður nokkur kynningarorð og hafði þau í sjónmáli. Vertu tilbúinn að skrifa hjá þér upplýsingar, meðal annars dagsetningu og tíma dags svo að þú vitir hvenær best sé að fylgja áhuganum eftir.

11 Fólk er oft á varðbergi þegar það heyrir ókunna rödd í símanum. Vertu því hlýlegur, vingjarnlegur og háttvís. Húsráðandinn getur eingöngu dæmt eftir röddinni hvaða mann þú hafir að geyma og hve einlægur þú sért. Vertu afslappaður og talaðu frá hjartanu. Talaðu hægt og skýrt og nógu hátt til að heyrist vel í þér. Leyfðu húsráðandanum að leggja orð í belg. Segðu til nafns og heimilisfangs. Við viljum ekki að fólk haldi að við séum sölumenn. Hafðu símtalið persónulegt í stað þess að segja að þú sért að hringja í alla í viðkomandi húsi.

12 Símakynningar: Margar af kynningunum í Biblíusamræðubæklingnum á bls. 2-7 má laga að símaboðuninni. Þú gætir sagt: „Ég er að hringja af því að ég næ ekki að hitta þig persónulega. Mig langar til að leggja fyrir þig mjög forvitnilega spurningu.“ Segðu síðan hver spurningin er.

13 Fyrstu kynninguna undir „Glæpir/öryggi“ má nota á eftirfarandi hátt: „Góðan dag. Ég heiti _____ og bý í _____. Ég er ekki að hringja til að selja þér vöru eða þjónustu eða fá þig til að taka þátt í könnun heldur til að ræða við þig um öryggi okkar sem einstaklinga. Það er mikið um glæpi í kringum okkur og þeir hafa áhrif á líf okkar. Heldurðu að sá tími komi að venjulegu fólki geti fundist sér óhætt að ganga um borgarstræti að næturlagi? [Leyðu húsráðandanum að svara.] Mig langar að lesa fyrir þig hvað Guð hefur lofað að gera.“

14 Gefið hefur góða raun að bjóða biblíunámskeið beint í síma. Það tekur aðeins fáeinar mínútur að sýna hvernig það fer fram. Bjóðstu til að heimsækja húsráðandann til að halda námskeiðinu áfram. Ef hann tekur dræmt í það geturðu boðist til að halda námskeiðinu áfram símleiðis einhvern annan dag.

15 Ljúktu símtalinu á einhverju sem þú getur rætt við húsráðandann þegar þú heimsækir hann eða vektu áhuga á biblíuriti sem þú getir sent til hans í pósti. Ef hann vill síður fá þig í heimsókn skaltu bjóðast til að hringja aftur. Stundum getur þurft nokkur símtöl áður en hann er fús til að bjóða þér heim.

16 Taktu frumkvæðið: Fimmtán ára systir hóf boðunarstarfið einn morgun á símtali og ræddi við konu sem samþykkti að fá Þekkingarbókina. Þegar hún kom með bókina heim til konunnar vildi hún vita hvernig hún hefði haft upp á símanúmerinu þar eð það var óskráð. Í ljós kom að systirin hafði hringt í skakkt númer! Konan þáði biblíunámskeið fegins hendi og er nú óskírður boðberi.

17 Önnur systir tók út símasvæði en beið í þrjár vikur með að hefjast handa sökum hræðslu. Hvað veitti henni kjark til að byrja? Hún mundi eftir ævisögu í Vaknið! á ensku 22. janúar 1997 sem hét „Þegar er ég er veikur, þá er ég máttugur.“ Hún fjallaði um vott sem prédikar með hjálp símans þrátt fyrir erfið veikindi. Systirin segir: „Ég bað til Jehóva um styrk og hjálp til að mér rötuðust rétt orð á munn í kynningunni.“ Hver var árangurinn af fyrsta deginum við símaboðun? „Jehóva svaraði bæninni,“ segir hún. „Fólk hlustaði á mig og ég fór í endurheimsókn.“ Síðar tókst henni að koma biblíunámskeiði af stað í símaboðunarstarfinu. Hún segir að lokum: „Jehóva hefur kennt mér enn á ný að treysta á sig en ekki á sjálfan mig.“ — Orðskv. 3:5.

18 Símaboðun er orðin árangursrík leið til að koma fagnaðarerindinu á framfæri. Undirbúðu þig vel og taktu heilshugar þátt í henni. Láttu ekki hugfallast ef fyrstu símtölin bera ekki árangur. Leitaðu leiðsagnar Jehóva og ráðfærðu þig við aðra sem prédika á þennan spennandi hátt. Það ríður á að bera rækilega vitni. Verum því staðráðin í að ná til allra á starfssvæðinu. — Rómv. 10:13, 14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila