Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.93 bls. 3-4
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Árangursrík símaboðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Símastarf getur verið árangursríkt
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Leitaðu að verðugum
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Prédikum fagnaðarboðskapinn alls staðar
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 8.93 bls. 3-4

Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra

1 Fjölmargt ber því vitni að við lifum núna á „síðustu dögum.“ (2. Tím. 3:1) Vafalaust er tíminn, sem eftir er til að prédika Guðsríki, orðinn mjög knappur. Sérhvert okkar ætti þess vegna að taka mið af hinni knýjandi þörf á að hjálpa öðrum að gerast velþóknanlegir tilbiðjendur Jehóva Guðs.

2 Páll postuli fann til þeirrar ábyrgðar sinnar að kunngera trú sína opinberlega. (Rómv. 10:10) Hann vissi að Guð „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2:4) Vegna þekkingar sinnar á sannleikanum áleit Páll sig vera í skuld við alla. Það lét hann finna enn betur fyrir hinni brýnu nauðsyn á að boða fagnaðarerindið. Hann sagði: „Ég [er] og fyrir mitt leyti fús [„ákafur,“ NW] til að boða fagnaðarerindið . . . Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir.“ — Rómv. 1:14-17.

3 Finnst okkur persónulega að þessi sama skuld hvíli á okkur og sýnum við sams konar ákafa í að ná til allra á okkar starfssvæði? Helst viljum við segja fólki frá fagnaðarerindinu augliti til auglitis, eins og í starfinu hús úr húsi eða götustarfinu, en hvers vegna einskorða starf okkar við það? Mögulegt er að margir einstaklingar á safnaðarsvæði okkar hafi aldrei talað við vott Jehóva. Hvernig má það vera?

4 Óstarfað svæði: Hér á landi eru enn sem komið er fá, ef þá nokkur, fjölbýlishús eða íbúðahverfi með slíkri öryggisgæslu að ókunnugum sé meinaður aðgangur, sé herstöðin á Miðnesheiði undanskilin. Hins vegar eru á flestum svæðum íbúðir þar sem nær ógerningur virðist vera að hitta húsráðendur heima.

5 Vottar Jehóva þurfa ekki að örvænta um að geta náð til þessa fólks af því að erfitt er að hitta það. Hvernig lítur Jehóva á málið? Pétur postuli ritar: „[Jehóva] vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. . . . Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræði.“ (2. Pét. 3:9, 15) Um líf er að ræða og Jehóva hefur áhuga á hverjum og einum. (Matt. 18:14) Hvernig getum við sýnt sams konar samúð og miskunn og Jehóva sýnir þessum einstaklingum? Með því að sjá svo um að allir á svæði okkar fái vitnisburð. — Post. 20:20, 21; Opinb. 14:6, 7. 

6 Skipulögð til rækilegrar starfsemi: Á liðnum árum hefur Félagið hvatt þá sem eru bundnir heima, annaðhvort um stundarsakir eða varanlega vegna sjúkleika eða fötlunar, að nýta sér símann vel. Þeir sem þannig er ástatt um ættu að halda áfram þessu góða starfi. Einnig hafa erlendis borist skýrslur um að allmargir bræður og systur, þar með taldir reglulegir brautryðjendur og aðstoðarbrautryðjendur, hafi notað boðunarstarf í síma sem hliðargrein við sitt venjulega starf hús úr húsi.

7 Sumir söfnuðir hafa gert samstillt átak til að koma á boðunarstarfi í síma. Aukinn árangur hefur náðst þegar öldungar taka forystuna í að skipuleggja svæðin og veita stuðning, annaðhvort sjálfir eða fyrir milligöngu annarra boðbera. Það er ábyrgð starfshirðisins að hafa umsjón með þessu starfi. Hins vegar getur öldungaráðið valið hvaða hæfan öldung eða ábyrgan safnaðarþjón sem er til að starfa náið með starfshirðinum að skipulagningu þessa starfs.

8 Boðberar, sem hafa sigrast á fyrstu tregðunni hjá sjálfum sér gegn því að bera vitni gegnum síma og öðlast reynslu í því starfi, hafa uppgötvað að þetta er frjósamur akur. Í byrjun munu ef til vill aðeins nokkrir boðberar og brautryðjendur annast þessar símhringingar. Eftir að þeir eru farnir að kynnast þessari aðferð og hún orðin þeim töm kann eldmóður þeirra og uppörvandi reynslufrásagnir að hvetja aðra til læra hvernig taka eigi þátt í þessari áhugaverðu grein prédikunarstarfsins.

9 Þar sem byrja má: Hugsanlegt er að fá megi nöfn íbúa frá íbúaskrá í anddyri fjölbýlishúsa. Síðan má fletta nöfnunum upp í símaskránni. Nöfn íbúa allra heimila og íbúða er stundum að fá í íbúaskrám sem liggja frammi í bókasöfnum eða á bæjar- og sveitastjórnarskrifstofum viðkomandi byggðarlags. Sums staðar eru símanúmer prentuð á eftir nöfnunum í slíkum íbúaskrám. Búa má til sérstök „svæði“ til nota í þessu starfi en þau ættu að vera tiltölulega smá.

10 Hvernig svo sem boðunarstarfið er framkvæmt er mjög gagnlegt að halda nákvæmar skýrslur. Það á einnig við um boðunarstarf í síma. Skráðu af vandvirkni á millihúsaminnisblaðið gagnlegar upplýsingar, eins og umræðuefnið, hversu mikill áhuginn var og um hvað verður rætt næst. Skráðu hvort hringja ætti aftur seinna eða hvort ráðstafanir hafa verið gerðar til að boðberi komi í heimsókn.

11 Persónuleg tímaáætlun er nauðsynleg: Regluleg starfsáætlun mun hjálpa þér að öðlast öryggi og bægja frá kvíða. Best er að hringja þegar líklegast er að fólk sé heima, eins og á kvöldin og um helgar. Taktu reglulegan tíma í hverri viku til þessara símhringinga. Sumum hefur reynst klukkustundin á undan safnaðarbóknáminu gefa góðan ávöxt. Finndu út hvað verkar best á svæði þínu.

12 Hvernig á að undirbúa sig: Talaðu við aðra, sem njóta þessara þjónustusérréttinda, og fáðu hugmyndir. Vertu alltaf jákvæður. Líttu á Jehóva sem þann er veitir þér kraft og leitaðu leiðsagnar hans í bæn. (Sálm. 27:14; Fil. 4:13) Reiknaðu með að sinna þessu starfi af öllu hjarta, alveg eins og öðrum þáttum vitnisburðarstarfsins. — Samanber Markús 12:33.

13 Reynslan hefur sannað að gagnlegt getur verið að sitja við borð. Ef setið er í uppréttum stól stuðlar það að skýrri hugsun og einbeitingu. Leggðu út á borðið allt efnið sem þú munt ef til vill nota — smárit, ritið sem einkum er boðið þann mánuð, nýjustu blöðin og nokkur áhugaverð eldri eintök, Biblíuna, Rökræðubókina, boðsmiða á samkomur með tíma og stað, skriffæri og millihúsaminnisblað. Hafðu ritin þín innan seilingar, jafnvel opin á ákveðnum stað. Æfðu kynnigarorð þín vandlega. Hafðu hugfast að þú ert að hringja til að bera vitni og koma í kring heimsókn til viðmælanda þíns eins fljótt og hægt er.

14 Sjálft símtalið: Slakaðu á. Vertu þú sjálfur. Það þarf hlýja og þægilega rödd til að gefa áhrifaríkan vitnisburð í síma. Raddblær þinn mun endurspegla brosið á andliti þínu. Talaðu hægt of skýrt og nógu hátt. Vertu kurteis, þolinmóður og vingjarnlegur. Ekki hræðast það að verða vísað frá. Viðurkenndu þá staðreynd að fólk hefur ef til vill ekki áhuga á boðskap þínum. Líttu málið sömu augum og þú myndir gera í starfinu hús úr húsi.

15 Kynntu þig fullu nafni í inngangsorðum þínum. Best er að segja ekki að þú sért að hringja í alla í ákveðinni byggingu eða sem ekki voru heima því að það getur verkað tálmandi.

16 Nota mætti ýmis inngangsorð frá Rökræðubókinni. Þú gætir til dæmis kynnt þig á þennan hátt: „Gott kvöld. Ég heiti ________. Ég hringi í þig vegna þess að mér tekst ekki að hitta þig persónulega.“ Segðu síðan viðstöðulaust: „Mig langar til að heyra álit þitt á því hvort möguleikar manna til lífshamingju fari vaxandi eða minnkandi. Við erum flest ánægð með að vera til en mörgum er þó spurn hvort hægt sé að öðlast sanna lífshamingju. Má ég spyrja um þitt álit á því? [Gefðu honum tíma til að svara.] Hvað myndir þú segja að sé stærsta hindrunin á veginum til hamingjunnar nú á tímum?“ Önnur inngangsorð, eftir að þú hefur kynnt þig á sama hátt, gætu verið þessi: „Ég tek þátt í alþjóðlegu sjálfboðastarfi og myndi gjarnan vilja heyra álit þitt á hver sé tilgangurinn með lífinu. Þegar árin færast yfir verður okkur ljóst að mannsævin er mjög stutt. Er þetta allt og sumt sem lífinu er ætlað að vera? Hvað finnst þér um það?“ (Sjá Rökræðubókina, blaðsíðu 13, undirfyrirsögnina „Líf/Hamingja.“) Fleiri gagnlegar upplýsingar má fá með því að rifja upp tillögurnar í Ríkisþjónustu okkar frá júlí 1990, blaðsíðu 4, þar sem fjallað er um inngangsorð og hvernig forðast má mótbárur sem oft koma upp þegar borið er vitni gegnum síma.

17 Notaðu Biblíuna snemma í samræðunum. Meðan á þeim stendur skaltu við heppilegt tækifæri nefna að þú sért einn af vottum Jehóva. Leyfðu húsráðandanum að taka þátt í samræðunum. Vertu ekkert hræddur við að hlusta ef hann vill segja þér hvað hann álítur. Þakkaðu honum fyrir orð hans og athugasemdir. Vertu skjótur til að hrósa. Ef hann byrjar hins vegar að stjórna samræðunum eða deila við þig skaltu hæversklega binda enda á samræðurnar. Láttu anda Guðs stýra viðleitni þinni og hjálpa þér að leita að þeim sem hafa rétt hjarta gagnvart honum.

18 Það er betra að þú ljúkir samræðunum sjálfur heldur en að láta húsráðandanum það eftir. Þú getur lokið með því einfaldlega að bjóða honum á opinberan fyrirlestur í ríkissalnum og gefið honum upp stað og stund. Þú gætir líka spurt hvort koma mætti í heimsókn til hans til að ræða meira við hann um þetta efni. Það getur jafnvel verið mögulegt að bjóða rit á árangursríkan hátt gegnum síma. Bjóða má blöð með það sem markmið að koma upp blaðaleið.

19 Öðlastu hlutdeild í þeirri gleði að bera vitni gegnum síma: Munu öll símtölin leiða til biblíunáms? Nei, en sum munu gera það. Systir nokkur hringdi til dæmis meira en 300 sinnum í einum mánuði. Eftir að hafa kynnt sig útskýrði hún hvers vegna hún hringdi í stað þess að koma í heimsókn. Hún fór síðan með stutta kynningu. Þetta leiddi til góðra samtala við 12 aðila. Hún heldur enn símsambandi við þrjá áhugasama einstaklinga og fjórir aðrir samþykktu að hún kæmi í heimsókn til þeirra. Einn aðilinn þáði Lifað að eilífu bókina og fær núna heimsókn reglulega.

20 Jesús Kristur skipaði lærisveinum sínum að ryðja vitnisburðarstarfinu leið „allt til endimarka jarðarinnar.“ (Post. 1:8) Til að framfylgja þessum fyrirmælum á sumum svæðum þarf að bera vitni gegnum síma. Eftir að hafa farið yfir efnið hér að framan skaltu spyrja sjálfan þig: ‚Get ég gert meira á safnaðarsvæði mínu til að prédika fagnaðarerindið fyrir ‚öllum mönnum,‘ þar með töldum þeim sem búa á svæðum sem ekki hefur áður náðst til?‘ Árangurinn hefur verið mjög uppörvandi fyrir þá bræður sem fylgt hafa þessum tillögum. Þeir hafa komist að raun um að boðunarstarf í síma er einstök leið til að ‚vegsama þjónustu sína.‘ (Rómv. 11:13) Megir þú fá að njóta þessarar gleði með því að bera vitni gegnum síma.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila