Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.09 bls. 2
  • Símastarf getur verið árangursríkt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Símastarf getur verið árangursríkt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Árangursrík símaboðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Að hefja biblíunámskeið við dyrnar eða í síma
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 10.09 bls. 2

Símastarf getur verið árangursríkt

1. Af hverju má líta á símastarf sem mikilvægan hluta af þjónustu okkar?

1 Hvers vegna mættum við íhuga að nota síma í boðunarstarfinu? Vegna þess að það er ein leið til þess að hjálpa öðrum að fá nákvæma þekkingu sem leiðir til hjálpræðis. (2. Pét. 3:9) Þó að aðalaðferðin við að boða fagnaðarerindið um ríkið sé að fara hús úr húsi erum við reiðubúin að nýta okkur aðrar leiðir til að ná til þeirra sem er erfitt að finna heima. — Matt. 24:14; Lúk. 10:1-7; Opinb. 14:6.

2. Hvernig er símastarf skipulagt?

2 Hvernig er símastarf skipulagt? Símastarf er skipulagt líkt og boðunarstarfið hús úr húsi þannig að boðberum er úthlutað starfssvæði. Hægt er að vera einn í símastarfi eða kannski tveir eða þrír saman. Símastarfið ætti að fara fram á kyrrlátum stað þar sem boðberarnir hafa gott næði. Mörgum finnst gott að sitja við borð og hafa fyrir framan sig það sem þeir nota venjulega þegar þeir prédika hús úr húsi.

3. Hvað ættum við að hafa í huga í símastarfi?

3 Hvernig á að vitna símleiðis? Þegar við erum í símastarfi ættu kynningar okkar að vera eins og venjulegt samtal. Þeir sem eru að byrja geta lesið kynningu fyrir húsráðanda en í samræðustíl. Hægt er að notast við kynningar úr Biblíusamræðubæklingnum, Ríkisþjónustunni og smáritinu Viltu vita svörin? Þegar þú býrð til eigin kynningu skaltu hafa í huga ákveðið þema. Ákveddu fyrir fram hvað þú ætlar að spyrja húsráðandann um og vertu tilbúinn með nokkra ritningarstaði til að svara spurningunni. Yfirleitt er best að nota sama rit og verið er að bjóða hús úr húsi. Hafðu í huga eftirfarandi atriði: Slakaðu á og talaðu rólega. Vertu kurteis, þolinmóður og vinalegur því að það fer ekki fram hjá viðmælandanum. Hlustaðu á húsráðanda þegar hann tjáir skoðanir sínar, virtu þær og þakkaðu honum fyrir að segja hug sinn. Gættu þess að minnast ekki á frjáls framlög því að einhverjir gætu mistúlkað það sem fjáröflun eða sölustarfsemi.

4. Hvað gerir símastarfið okkur kleift á starfssvæði okkar?

4 Manneskjan sem þú ræðir við í síma kemst kannski ekki úr húsi vegna vanheilsu eða hefur þannig vinnutíma að það er erfitt að hitta hana þegar starfað er hús úr húsi. Aðrir búa í íbúðum þar sem aðgangur er takmarkaður. Þar af leiðandi ættirðu að íhuga símastarf til að sinna boðunarstarfinu sem allra best.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila