Spurningakassinn
◼ Ættum við að útskýra framlagafyrirkomulagið þegar við vitnum í síma?
Þegar við vitnum fyrir öðrum í eigin persónu getum við útskýrt að alþjóðlegt fræðslustarf Votta Jehóva sé eingöngu styrkt með frjálsum framlögum og að við tökum gjarnan við slíkum framlögum. Við ættum hins vegar ekki að minnast á framlög eða framlagafyrirkomulagið þegar við vitnum í síma af því að hægt væri að túlka það sem eins konar símasöfnun. Starf Votta Jehóva er að engu leyti fjáröflunarstarf. — 2. Kor. 2:17.
◼ Hvað ættum við að gera ef við erum að vitna í síma og viðmælandinn fer fram á að vottar Jehóva hringi ekki aftur?
Það á að virða óskir viðmælandans og setja dagsettan miða með nafni hans inn í svæðisumslagið svo að boðberar hringi ekki aftur í þetta númer. Einu sinni á ári ætti að endurskoða listann með nöfnum þeirra sem hafa óskað þess að við hringjum ekki. Starfshirðirinn ætti þá að útnefna reynda og háttvísa boðbera til að hafa samband við fólkið og athuga hvort afstaða þeirra sé óbreytt. — Sjá spurningakassann í Ríkisþjónustu okkar í janúar 1994.