Spurningakassinn
◼ Erum við ekki að gefa tvisvar frjáls framlög fyrir ritin ef við gefum framlag þegar við fáum ritin og síðan aftur þegar við leggjum frjáls framlög, sem við tókum við í boðunarstarfinu, í baukinn sem er fyrir framlög til alþjóðastarfs Félagsins?
Nei. Framlög, sem fara í þann bauk, eru ekki aðeins fyrir ritin heldur til stuðnings öllu starfi Félagsins við að sinna því verkefni sem Jesús fól lærisveinum sínum. Má þar nefna rekstur deildarskrifstofa, Betelheimila og trúboðsheimila. Útgáfa og framleiðsla rita er aðeins hluti þess starfs.
Þegar við þess vegna tökum við framlögum frá áhugasömu fólki úti í starfinu ættum við ekki að segja að framlögin séu „fyrir ritin.“ Eins og við útskýrum fyrir því fá þeir sem í einlægni vilja lesa ritin okkar þau endurgjaldslaust. Hvert það framlag, sem slíkir menn gefa, mun verða notað til að mæta útgjöldum vegna alþjóðastarfsins. Sama gildir um sams konar framlög frá boðberum.