Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. september
„Hefurðu veitt því athygli hversu algengt það er orðið að nágrannar þekkist ósköp lítið? [Gefðu kost á svari.] Jesús gaf lífsreglu sem er ein forsenda þess að vera góður granni. [Lestu Matteus 7:12.] Í þessum greinum kemur fram hvernig við getum verið góðir grannar og hvatt aðra til að vera það líka.“
Vaknið! júlí-september
„Friði jarðarbúa hefur sjaldan verið ógnað sem nú. Heldur þú að stjórnir manna geti komið á heimsfriði? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Jesaja 2:4.] Í þessu blaði er bent á hvaða ástæður við höfum til að ætla að heimsfriður verði bráðlega að veruleika.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Í þessum bæklingi er námsefni sem nær yfir grundvallarkenningar Biblíunnar. Á hverri blaðsíðu má finna svör við spurningum sem hafa valdið mönnum hugarangri öldum saman. Eitt dæmi er spurningin: Hver er tilgangur Guðs með jörðina?“ Flettu upp á 5. kafla og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Spyrðu húsráðandann hver þeirra honum finnist áhugaverðust og lestu því næst tilheyrandi tölugrein(ar) og flettu upp viðeigandi ritningarstöðum. Útskýrðu að jafnauðvelt sé að finna fullnægjandi svör við hinum spurningunum. Leggðu til að þú komir aftur til að ræða aðra spurningu.