Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.02 bls. 8
  • Sækjumst ekki eftir „hégómlegum hlutum“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sækjumst ekki eftir „hégómlegum hlutum“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Notkun Netsins — vertu vakandi fyrir hættunum!
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Fagnaðarerindið á internetinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Netið — alþjóðlegt hjálpargagn sem nota þarf með skynsemi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hvernig get ég forðast hættur á Netinu?
    Vaknið! – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 9.02 bls. 8

Sækjumst ekki eftir „hégómlegum hlutum“

1 Tölvupóstur er mjög vinsæl boðskiptaleið nú á dögum. Það getur verið viðeigandi að nota tölvupóst til að skiptast á persónulegum frásögum og hugmyndum innan fjölskyldunnar og við vini. En hvernig getur ótakmörkuð notkun tölvupósts tengst ,hégómlegum hlutum‘? — Orðskv. 12:11.

2 Tölvupóstur getur verið varasamur: Sumum finnst þeir vera í nánara sambandi við skipulag Jehóva þegar þeir fá tölvuskeyti með upplýsingum sem þeir telja nýjar. Þetta geta verið frásagnir, minnispunktar frá viðburðum á Betel, fréttir af hamförum eða ofsóknum og jafnvel trúnaðarupplýsingar sem komið hafa fram í Ríkisþjónustuskólanum. Aðrir virðast ólmir í að senda slík skilaboð í von um að vera fyrstir til að koma upplýsingunum til vina sinna.

3 Stundum hafa upplýsingar eða frásagnir verið afbakaðar eða ýktar, eða þá gefið ranga mynd, vegna þess að suma hefur langað til að flytja æsifréttir. Þeir sem flýta sér að koma slíku á framfæri þekkja ekki alltaf alla málavexti. (Orðskv. 29:20) Í sumum tilfellum er saga send áfram til að vekja forvitni, jafnvel þótt hún sé ótrúleg. Ónákvæmar eða villandi fréttir af þessu tagi jafngilda ,skröksögum‘ sem bera ekki vott um einlæga guðhræðslu. — 1. Tím. 4:6, 7, NW.

4 Ef maður sendir upplýsingar áfram, sem reynast ónákvæmar, ber maður vissa ábyrgð á þeim harmi og því uppnámi sem þær geta orsakað. Þegar Davíð fékk ýktar fréttir um að allir synir hans hefðu verið drepnir varð hann harmi sleginn og ‚reif sundur klæði sín.‘ Sannleikurinn var hins vegar sá að aðeins einn sona hans var dáinn. Það var alveg nógu sársaukafullt en ýkjurnar gerðu illt verra. (2. Sam. 13:30-33) Við viljum auðvitað ekki gera neitt sem gæti villt um fyrir trúsystkinum okkar eða dregið úr gleði þeirra.

5 Boðleiðin sem Guð notar: Hafðu í huga að himneskur faðir okkar hefur ákveðna boðskiptaleið, ,hinn trúa og hyggna þjón.‘ Þessi „þjónn“ er ábyrgur fyrir þeim upplýsingum sem heimamenn trúarinnar fá og einnig að þeim sé dreift á „réttum tíma.“ Þessi andlega fæða er aðeins fáanleg fyrir milligöngu hins guðræðislega skipulags. Við ættum alltaf að leita til boðskiptaleiðar Guðs eftir áreiðanlegum upplýsingum en ekki til Netnotenda víðs vegar um heiminn. — Matt. 24:45.

6 Vefsíður: Opinber vefsíða okkar er: www.watchtower.org. Þessi síða nægir til að miðla upplýsingum til almennings. Það er enginn þörf á því að einstaklingar, hópar eða söfnuðir setji upp vefsíðu um Votta Jehóva. Sumir hafa birt efni ritanna okkar með öllum ritningarstöðum og tilvísunum útskrifuðum og jafnvel boðið mótsefni gegn framlagi. Öll rafræn fjölföldun og dreifing á ritum Votta Jehóva er brot á höfundaréttarlögum, hvort sem slíkt er gert í hagnaðarskyni eða ekki. Þótt sumir líti ef til vill á þetta sem þjónustu við bræðrafélagið hefur þetta ekki verið samþykkt og ber að hætta því.

7 Sýnum góða dómgreind og verum heilbrigð í hugsun þegar við nýtum okkur rafræn boðskipti. Þá getum við verið viss um að fylla hugann af því sem er ánægjulegt og verðmætt. — Orðskv. 24:4, NW.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila