Bygging ríkissala í nokkrum Evrópulöndum
1 Á nýliðnum áratugum hvíldu hömlur á starfi Votta Jehóva í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal í Austur-Evrópu. Í flestum tilfellum var vottunum gert mjög erfitt fyrir. Það reyndist ekki auðvelt að halda samkomur og nær ómögulegt að nota ríkissali. Á undanförnum árum hefur Jehóva hins vegar ,gert mikla hluti við okkur‘ og við höfum fagnað því. — Sálm. 126:3.
2 Árið 1983 fór kverkatakið á Vottum Jehóva að losna. Árið 1989 höfðu Pólland og Ungverjaland veitt þeim lagalega viðurkenningu. Árið 1991 fengu þeir lögskráningu í Rússlandi og síðan þá hefur starfið bæði dafnað þar og einnig í lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. Á tímabilinu mars 1996 til október 1998 samþykkti hið stjórnandi ráð 359 umsóknir um ríkissalalán frá deildarskrifstofum 11 landa í Austur-Evrópu.
3 Líttu á myndirnar í þessum viðauka og hugsaðu um þau miklu dásemdarverk sem Jehóva hefur unnið í þágu fólks síns. (Sálm. 136:4) Þú getur glaðst stórum yfir því að framlögum heimsbræðralagsins er vel varið og það endurspeglar orð Jesú í Jóhannesi 13:35: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“
4 Lönd þar sem fjármagn er af skornum skammti hafa fengið hjálp við að byggja ríkissali. Rúmenía er eitt þeirra landa sem nýtur góðs af þessu og hafa 36 ríkissalir verið reistir þar í landi frá því í júlí árið 2000. Í Úkraínu var reistur 61 ríkissalur á árinu 2001 og 76 til viðbótar á árinu 2002, flestir eftir staðlaðri teikningu. Hundruð ríkissala hafa verið reistir í Búlgaríu, Króatíu, Makedóníu, Moldovíu, Rússlandi og Serbíu og Svartfjallalandi með aðstoð framlaga í ríkissalasjóðinn.
5 Það hefur ekki verið auðvelt að byggja ríkissali í sumum löndum. Áður en framkvæmdir geta hafist þarf að leggja í erfiða og oft tímafreka vinnu. Þar að auki er mun dýrara að byggja ríkissali í þessum hluta Evrópu en víða í Afríku og Suður-Ameríku. En þar sem tilbiðjendum Jehóva hefur fjölgað mikið er þörf á hundruðum ríkissala í löndum þar sem fjármagn er af skornum skammti.
6 Það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig ríkissalabyggingum fer ört fjölgandi. Þessar framkvæmdir hafa einnig vitnað um trú okkar í þeim hverfum sem þær hafa átt sér stað eins og margar frásögur sýna. Sveitarstjórnir hafa sums staðar lýst ánægju sinni með það hve vel vottarnir hafa lagt sig fram um að fylgja byggingarreglugerðum.
7 Jesaja spáði réttilega fyrir hvernig sönn tilbeiðsla ætti eftir að eflast nú á dögum. Guð sagði fyrir munn spámannsins: „Ég, Drottinn, mun hraða því, þegar að því kemur.“ (Jes. 60:22) Síðustu tíu árin hafa augljóslega verið tími Jehóva til að hraða starfinu í Austur-Evrópu. Megi Jehóva halda áfram að blessa viðleitni okkar til að hraða byggingu ríkissala í mörgum löndum með framlögum okkar í ríkissalasjóðinn. Árangurinn verður sá að mun fleiri ríkissalir verða reistir í löndum þar sem fjárskortur ríkir. Þetta mun efla sanna tilbeiðslu víða í Evrópu og stuðla að því að enn meira verði vitnað um sannleikann „til endimarka jarðar.“ — Post. 13:47.
[Myndir á blaðsíðu 3]
Ríkissalir Moskvu, Rússlandi
[Myndir á blaðsíðu 4-6]
Nýir ríkissalir í Austur-Evrópu
Strumica, Makedóníu
Daruvár, Króatíu
Bitola, Makedóníu
Sokal, Lvív-héraði, Úkraínu
Mladost, Búlgaríu
Plovdív, Búlgaríu
Kurdzhipskoje, Maykop, Rússland
Bački Petrovac, Serbíu og Svartfjallalandi
Tlúmatsj, Ívano-Frankívska-héraði, Úkraínu
Rava-Ruska, Lvívhéraði, Úkraínu
Stara Pazova, Serbíu og Svartfjallalandi
Zenica, Bosníu og Hersegóveníu
Sokal Lvív-héraði, Úkraínu
Zhydatsjív Lvív-héraði, Úkraínu