Að bjóða rit á svæði þar sem töluð eru fleiri en eitt tungumál
1. Hvers vegna þurfa margir söfnuðir að vera með rit á erlendum málum?
1 Víða þar sem við störfum býr aðflutt fólk frá öðrum löndum. Flestir þeirra eiga auðveldara með að læra á móðurmáli sínu. Hvað er hægt að gera til að útvega áhugasömum biblíutengd rit á því máli sem þeir skilja best?
2. Hvernig þurfa söfnuðir sem tilheyra mismunandi málhópum að vinna saman þegar þeir starfa á sama svæði?
2 Hvenær ætti að bjóða rit? Í sumum löndum starfa á sama svæði tveir eða fleiri söfnuðir sem tilheyra mismunandi málhópum. Í samvinnu við starfshirðana koma öldungar safnaðanna sér saman um það hvernig söfnuðirnir geti vitnað rækilega fyrir hverjum málhópi um sig. Þegar boðberar starfa hús úr húsi bjóða þeir venjulega ekki rit á máli sem talað er í hinum söfnuðunum. En þegar þeir vitna óformlega eða á götum úti geta þeir boðið rit á hvaða tungumáli sem er. — Sjá spurningakassann í Ríkisþjónustu okkar á ensku í október 1990.
3. Hvenær ætti söfnuðurinn að hafa erlend rit á lager í bókadeildinni?
3 Hvenær ætti að hafa rit á lager í bókadeildinni? Hvað er hægt að gera ef allstór hópur á svæðinu talar erlent mál en enginn söfnuður er til staðar fyrir þann málhóp? Söfnuðirnir geta þá haft á lager nokkur rit á því máli eins og smárit, Kröfubæklinginn, Þekkingarbókina og bæklinginn You Can Be God’s Friend! (Þú getur verið vinur Guðs!). Boðberar mega þá bjóða þessi rit þegar þeir hitta fólk sem skilur þetta tungumál.
4. Hvernig er hægt að fá erlend rit ef þau eru ekki til í bókadeildinni?
4 Ritapöntunin: Hvernig er hægt að fá rit á tungumáli sem áhugasamur einstaklingur skilur, ef þau eru ekki til í bókadeildinni? Boðberinn ætti að spyrja bókaþjóninn hvaða rit séu fáanleg á málinu svo að hægt sé að panta þau með næstu ritapöntun safnaðarins.
5. Hvað ætti að gera ef nauðsynlegt þykir að fá rit fyrr en með næstu ritasendingu?
5 Ef nauðsynlegt þykir að fá rit áður en næsta ritasending kemur ætti að spyrja öldung í starfsnefnd safnaðarins hvort senda megi aukapöntun til deildarskrifstofunnar. Ef það er samþykkt getur bókaumsjónarmaðurinn eða einhver sem hann velur sent aukapöntun. Ritin verða síðan send söfnuðinum.
6. Hvert er markmiðið með því að gera biblíutengd rit aðgengileg?
6 Við skulum vera dugleg við að nota biblíutengd rit til að hjálpa ,öllum mönnum að verða hólpnir og komast til þekkingar á sannleikanum‘, óháð því hvaða mál þeir tala. — 1. Tím. 2:3, 4.