Ef þú þarft að fá rit á erlendu tungumáli tafarlaust
Stundum hittum við fólk sem finnst betra að lesa ritin okkar á erlendu tungumáli. Ef til vill eru rit á því máli ekki til á lager í söfnuðinum okkar. Vissirðu að ef þú hefur aðgang að Netinu og prentara geturðu prentað út rit á um 400 tungumálum? Svona ferðu að:
• Farðu inn á www.watchtower.org, opinbert vefsetur okkar.
• Hægra megin á síðunni sérðu lista yfir nokkur tungumál. Smelltu á myndina af hnettinum til að sjá lista yfir öll þau tungumál sem rit eru fáanleg á.
• Veldu tungumál og smelltu á það. Þá opnast síða sem sýnir þau rit sem eru til og hægt er að prenta, eins og smárit, bæklinga og greinar. Þar sem síðan er skrifuð á því tungumáli sem þú hefur valið skaltu ekki láta það koma þér á óvart ef þú kannast ekki við ritin.
• Veldu þér rit og smelltu á heiti þess. Efnið birtist á skjánum og þú getur síðan prentað það með því að smella á prentaraskipunina í vafranum.
Á vefsíðunni er bara að finna sýnishorn af ritunum okkar. Hægt er að panta fleiri rit í söfnuðinum. Ef einstaklingurinn heldur áfram að sýna áhuga er best að panta rit í ritaafgreiðslu safnaðarins.