Vefsetur okkar – notaðu það til að hjálpa fólki sem talar annað tungumál
Sýndu vefsetrið: Sýndu viðmælanda þínum hvernig hægt er að nota listann „Veldu tungumál“ til að sjá vefinn á móðurmáli hans. (Á sumum tungumálum er ekki til nema hluti vefsvæðisins.)
Sýndu vefsíðu á móðurmáli viðmælandans: Sýndu síðu úr einhverju af ritunum, svo sem bókinni Hvað kennir Biblían? eða smáritinu Viltu vita svörin? Veldu móðurmál viðmælandans af listanum „Tungumál rits“.
Leyfðu fólki að hlusta á grein lesna: Finndu grein með hljóðrás á máli viðmælandans og spilaðu hana fyrir hann. Ef þú ert að læra annað tungumál geturðu bætt kunnáttu þína með að hlusta á hljóðrit á því tungumáli um leið og þú lest. – Veldu „Útgáfa/Bækur og bæklingar“ eða „Útgáfa/Tímarit“.
Vitnaðu fyrir heyrnarlausum: Ef þú hittir heyrnarlausa manneskju og hún skilur eitthvert af táknmálunum sem eru í boði geturðu spilað kafla úr Biblíunni, bók eða bæklingi eða þá smárit. – Veldu „Útgáfa/Táknmál“.
[Skýringarmynd á bls. 6]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Prófaðu þetta
1 Smelltu á ▸ til að spila valda hljóðrás (ef hún er til á þínu tungumáli) eða á einn af hnöppunum undir „Veldu skráarform“ til að hlaða niður ritinu.
2 Veldu annað tungumál af listanum „Tungumál rits“ til að sýna þessa síðu á því tungumáli.
3 Smelltu á „Áfram“ eða á greinar- eða kaflaheiti til að lesa næstu grein eða kafla.