Endurnærandi starf
1 Boðskapur Biblíunnar hefur hressandi áhrif á alla sem taka við honum og fara eftir honum. (Sálm. 19:8, 9) Hann hjálpar þeim að láta af skaðlegum venjum og losna úr fjötrum falskra kenninga og veitir þeim örugga framtíðarvon. En fagnaðarerindið hefur ekki aðeins góð áhrif á þá sem taka við því. Þeir sem boða öðrum hressandi sannleika Biblíunnar njóta líka góðs af. — Orðskv. 11:25.
2 Boðunarstarfið endurnærir: Jesús sagði að þeir sem tækju á sig það ok að vera lærisveinar, það er að segja prédikuðu og gerðu menn að lærisveinum, myndu „finna hvíld sálum [sínum]“. (Matt. 11:29) Jesú fannst endurnærandi að vitna fyrir öðrum. Það var eins og matur fyrir hann. (Jóh. 4:34) Þegar hann sendi 70 lærisveina að prédika fögnuðu þeir þegar þeir sáu að Jehóva studdi starf þeirra. — Lúk. 10:17.
3 Nú á dögum finnst líka mörgum kristnum mönnum endurnærandi að taka þátt í boðunarstarfinu. Systir sagði: „Boðunarstarfið er hressandi því að það gefur lífi mínu ákveðna stefnu og tilgang. Persónuleg vandamál og hversdagslegar áhyggjur gleymast þegar ég er í boðunarstarfinu.“ Annar kostgæfinn boðberi sagði: „Boðunarstarfið . . . minnir mig daglega á að Jehóva er raunverulegur og veitir mér frið og innri gleði sem fæst ekki með neinum öðrum hætti.“ Það eru mikil sérréttindi að fá að vera „samverkamenn Guðs“. — 1. Kor. 3:9.
4 Ok Krists er ljúft: Þó að kristnir menn séu hvattir til að leggja sig kappsamlega fram krefst Jesús ekki að við gerum meira en við getum. (Lúk. 13:24) Hann býður okkur hlýlega að ‚taka á okkur sitt ok‘. (Matt. 11:29) Þeir sem búa við erfiðar aðstæður geta verið fullvissir um að heilshugar þjónusta þeirra er Jehóva þóknanleg, jafnvel þótt hún sé takmörkuð. — Mark. 14:6-8; Kól. 3:23.
5 Það er endurnærandi að þjóna Guði sem kann að meta allt sem við gerum vegna nafns hans. (Hebr. 6:10) Leggjum okkur alltaf fram um að gefa honum okkar besta.