Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.04 bls. 1
  • Jehóva hjálpar þeim sem reiða sig á hann

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva hjálpar þeim sem reiða sig á hann
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Þú getur treyst trúsystkinum þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Treystu á Jehóva er endirinn nálgast
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Ný svæðismótsdagskrá
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Settu traust þitt á Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 6.04 bls. 1

Jehóva hjálpar þeim sem reiða sig á hann

1 Margir líta svo á að peningar, völd og mannleg hæfni sé lykillinn að velgengni. (Sálm. 12:5; 33:16, 17; 49:7) Biblían fullvissar okkur hins vegar um að Jehóva sé ‚hjálp og skjöldur‘ þeirra sem óttast hann og treysta honum. (Sálm. 115:11) Við skulum skoða tvö svið þar sem við þurfum að reiða okkur á Jehóva.

2 Á samkomum og í boðunarstarfinu: Í hvert sinn sem við fáum verkefni á samkomum eða erum í boðunarstarfinu verðum við að reiða okkur á Guð. Lítum á fordæmi Jesú. Hann treysti ekki á eigin visku eða hæfni þótt hann væri sonur Guðs heldur reiddi sig algerlega á himneskan föður sinn. (Jóh. 12:49; 14:10) Er það ekki enn nauðsynlegra fyrir okkur? (Orðskv. 3:5-7) Það er aðeins með hjálp Jehóva að það litla sem við gerum getur heiðrað hann og komið öðrum að gagni. — Sálm. 127:1, 2.

3 Við sýnum að við reiðum okkur á Jehóva þegar við biðjum hann um leiðsögn og hjálp heilags anda. (Sálm. 105:4; Lúk. 11:13) Og með því að byggja kennslu okkar á orði hans, Biblíunni, sýnum við þar að auki að við treystum alfarið á hann. Boðskapurinn í orði hans getur snert hjörtu fólks og umbreytt lífi þess. (Hebr. 4:12) Við lofum Guð þegar við þjónum honum ‚eftir þeim mætti sem hann gefur‘. — 1. Pét. 4:11.

4 Þegar við tökumst á við erfiðleika: Við verðum líka að leita til Jehóva þegar við verðum fyrir álagi og eigum í erfiðleikum. (Sálm. 46:2) Vinnuveitandi gæti hikað við að gefa okkur frí til að sækja mót eða við gætum átt við ýmis vandamál að stríða innan fjölskyldunnar. Við reiðum okkur á Jehóva þegar við biðjum hann í einlægni um hjálp og þegar við förum eftir leiðbeiningunum sem hann veitir í orði sínu og fyrir milligöngu skipulags síns. (Sálm. 62:9; 119:143, 173) Með því að gera þetta fá þjónar Jehóva að reyna hvernig hann hjálpar þeim í lífinu. — Sálm. 37:5; 118:13, 16.

5 Jehóva fullvissar okkur með því að segja: „Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt.“ (Jer. 17:7) Við skulum sýna að við treystum honum í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. — Sálm. 146:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila