Ný svæðismótsdagskrá
Til að geta verið staðföst í trúnni í hvikulum heimi verðum við að treysta á Jehóva. Hvernig getum við sýnt það í verki? Hvaða áhrif hefur það á einkalíf okkar og fjölskyldulíf að treysta á Jehóva? Hvernig hjálpar það okkur að sporna gegn áhrifum frá heimi Satans? Dagskrá svæðismótsins þjónustuárið 2003 svarar þessum spurningum. Stefið er „Treystum Jehóva og gerum gott.“ — Sálm. 37:3.
2 Það er ekki nóg að treysta á Jehóva við sérstök tækifæri eða þegar brýna nauðsyn ber til, heldur verðum við að gera það á öllum sviðum daglegs lífs. Fyrsta ræðan, „Treystum alltaf á Jehóva,“ leggur áherslu á þetta. (Sálm. 62:9) Fjórskipta ræðusyrpan, „Sýnum að við treystum á Jehóva,“ bendir okkur á hvernig við getum fundið og tekið til okkar biblíulegar upplýsingar sem geta hjálpað okkur að byggja upp farsælt hjónaband, taka á vandamálum sem koma upp í fjölskyldulífinu og annast efnislegar þarfir okkar.
3 Heimur Satans reynir að þröngva upp á okkur brengluðum hugmyndum um hvað sé rétt og rangt og rugla mat okkar á því hvað skiptir miklu máli og hvað litlu. (Jes. 5:20) Ræðurnar „Gætum okkar á hégóma lífsins“ og „Forðumst hið illa og gerum það sem gott er“ gera okkur enn einbeittari í að styðja háleitar lífreglur Jehóva. — Am. 5:14.
4 Þegar Jehóva bindur enda á hið núverandi illa heimskerfi verða þjónar hans að treysta algerlega á hann. Þetta kemur skýrt fram í opinbera fyrirlestrinum „Lausn undan þrengingum heimsins er í nánd.“ Því næst erum við hvött til að líta í eigin barm í ræðunni „Verður þú talinn verðugur Guðsríkis?“ Dagskránni líkur síðan með hvatningunni „Treystum á loforð Jehóva.“
5 Hápunktur hvers móts er skírnarræðan. Þeir sem hafa hug á að láta skírast ættu að hafa samband við umsjónarmann í forsæti við fyrsta tækifæri til að hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir.
6 Nú þegar allt er svo ótryggt er einungis hægt að finna öryggi og stöðugleika hjá Jehóva. (Sálm. 118:8, 9) Við skulum öll styrkja traust okkar til hans með því að vera viðstödd alla svæðismótsdagskrána.