Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. október
„Öll viljum við vera hamingjusöm. Heldurðu að það sem nefnt er hér geti gert okkur hamingjusöm? [Lestu Matteus 5:4a, 6a, 10a. Gefðu síðan kost á svari.] Í þessu blaði er útskýrt hvað þessi þekktu orð úr fjallræðunni merkja og hvað þarf til að vera hamingjusamur.“
Vaknið! október-desember
„Nú á dögum eru glæpamenn stöðugt að finna nýjar leiðir til að svíkja peninga af grunlausu fólki. Hefurðu áhyggjur af þessari þróun? [Gefðu kost á svari.] Þetta blað fjallar um nokkrar einfaldar varúðarráðstafanir sem geta verndað okkur gegn fjársvikum.“ Lestu Orðskviðina 22:3.
Kynning á Kröfubæklingnum
„Menn þurfa að takast á við margt í lífinu nú á tímum og því mætti spyrja hvort bænin geti hugsanlega komið okkur að raunverulegu gagni? [Gefðu kost á svari.] Margir segja að bænin veiti þeim innri styrk. [Lestu Filippíbréfið 4:6, 7.] Engu að síður getur þeim fundist að þeir fái ekki bænheyrslu. [Opnaðu Kröfubæklinginn á kafla 7.] Þessi bæklingur útskýrir hvernig bænin getur gagnast okkur sem best.“