Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.05 bls. 1
  • Þökkum Jehóva fyrir ástúðlega umhyggju hans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þökkum Jehóva fyrir ástúðlega umhyggju hans
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • „Elskið Drottin, allir þér hans trúuðu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Hjálpið öðrum að njóta góðs af lausnargjaldinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvers vegna sækjum við minningarhátíðina?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 2.05 bls. 1

Þökkum Jehóva fyrir ástúðlega umhyggju hans

Minningarhátíðin um dauða Jesú verður haldin 24. mars

1. Hvernig hefur Jehóva sýnt okkur ástúðlega umhyggju?

1 Sálmaritarinn sagði: „Þeir skulu þakka Drottni miskunn [„ástúðlega umhyggju,“ NW] hans og dásemdarverk hans við mannanna börn.“ (Sálm. 107:8) Ástúðleg umhyggja Guðs er meira en aðeins hlý tilfinning sem hann ber til fólks. Það er ljóst af þessari innblásnu lofgerð: ,Miskunn [„ástúðleg umhyggja,“ NW] þín studdi mig, Drottinn.‘ (Sálm. 94:18) Jehóva sýndi ástúðlega umhyggju á einstakan hátt með því að gefa eingetinn son sinn sem lausnargjald fyrir okkur. — 1. Jóh. 4:9, 10.

2. Hvernig getum við sýnt Jehóva þakklæti okkar?

2 Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir ástúðlega umhyggju Guðs núna þegar líða fer að minningarhátíðinni um dauða Jesú? (Sálm. 59:18, NW) Við ættum öll að taka frá tíma til að hugsa um síðustu daga Jesú á jörðinni. (Sálm. 143:5) Það er líka gagnlegt að fylgja biblíulestraráætluninni fyrir minningarhátíðina sem er í Rannsökum daglega Ritningarnar — 2005. Einnig er hægt að lesa og grandskoða kafla 112-16 í bókinni Mesta mikilmenni ásamt öðrum biblíutengdum ritum. Staldraðu við og hugleiddu það sem þú lest og sökktu þér niður í efnið. (1. Tím. 4:15) Við nærum ekki aðeins hjartað með því að hugleiða orð Jehóva í bænarhug heldur látum við einnig í ljós kærleika okkar til hans. — Matt. 22:37.

3, 4. (a) Hvernig getum við líkt eftir hugarfari bræðra okkar í Líberíu? (b) Hverjum ætlar þú að bjóða á minningarhátíðina?

3 Hvettu aðra til að þakka Guði: Á síðasta ári voru 16.760.607 viðstaddir minningarhátíðina um allan heim. Í þorpi einu í Líberíu skrifuðu bræðurnir bréf til höfðingja þorpsins þar sem þeir sögðu honum að þeir hefðu í hyggju að halda kvöldmáltíð Drottins í þorpinu hans. Höfðinginn gaf bræðrunum leyfi til að nota fótboltavöllinn á staðnum fyrir athöfnina og lét boð út ganga um að fólk væri velkomið að vera viðstatt. Þó að aðeins fimm boðberar væru í þessu þorpi sóttu 636 minningarhátíðina.

4 Okkur langar líka að hjálpa eins mörgum og mögulegt er að sækja minningarhátíðina með okkur. Gott er að útbúa lista yfir þá sem þig langar til að bjóða. Á baksíðu Varðturnsins í mars er boð á minningarhátíðina. Einnig er hægt að nota boðsmiðana. Vélritaðu eða skrifaðu snyrtilega á miðann hvar og hvenær hátíðin verður haldin og láttu alla sem þú býður fá eintak. Þegar 24. mars nálgast skaltu hafa aftur samband við þá sem þú bauðst. Minntu þá á hátíðina og gakktu úr skugga um að þeir fái far ef þá vantar.

5. Hvernig getum við hvatt biblíunemendur til að koma á minningarhátíðina?

5 Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum, sem eru ekki farnir að sækja samkomur, að hafa fullt gagn af minningarhátíðinni? Notaðu nokkrar mínútur í hverri námsstund til að hjálpa nemandanum að skilja mikilvægi hátíðarinnar. Mjög gott efni er að finna í Varðturninum 1. apríl 2003 bls. 3-7 og Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni) bls. 266-69.

6. Hvers vegna er mikilvægt að taka vel á móti gestum á minningarhátíðinni?

6 Bjóddu gesti velkomna: Komdu að máli við gesti á minningarhátíðinni og bjóddu þá velkomna. (Rómv. 12:13) Sittu hjá þeim sem þú hefur boðið og sjáðu til þess að þeir hafi biblíu og söngbók. Við ættum sérstaklega að eiga frumkvæðið að því að heilsa hlýlega öllum óvirkum bræðrum og systrum sem koma. Kærleiksríkur áhugi okkar getur hvatt þá til að fara aftur að sækja samkomur reglulega. (Lúk. 15:3-7) Gerum allt sem við getum til að hvetja aðra til að sameinast okkur á þessari helgu stund og þakka Jehóva fyrir ástúðlega umhyggju hans. — Sálm. 31:21, NW.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila