Búið til hentuga dagskrá fyrir fjölskylduna
1 Jesús hvatti áheyrendur sína í fjallræðunni: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ (Matt. 6:33) Það getur verið gott að búa til dagskrá fyrir fjölskylduna svo að hægt sé að skipuleggja tímann þannig að andlegu málin gangi fyrir. Takið ykkur fáeinar mínútur til að gera ykkar eigin dagskrá fyrir fjölskylduna með því að fylla út dagskrána á blaðsíðu 6 í þessum viðauka. Sumar fjölskyldur gætu klippt út dagskrárliðina og límt þá inn á en aðrir vilja kannski frekar skrifa þá inn á.
2 Hafa má dagskrána, sem sýnd er hér að neðan, til hliðsjónar þegar þið gerið ykkar eigin dagskrá. Þið takið eftir að á henni er aðeins fernt: (1) Samkomur, (2) boðunarstarf, (3) fjölskyldunám og (4) dagstexti. Sé þetta á dagskrá hjálpar það ykkur að ‚meta þá hluti rétt sem máli skipta‘. (Fil. 1:10) Fleiri tillögur um þetta fernt má finna á blaðsíðu 4-5.
3 Þetta þarf ekki að vera það eina sem þið setjið á dagskrá fjölskyldunnar. Ef fjölskyldan undirbýr sig saman fyrir ákveðnar samkomur getið þið bætt því inn á dagskrána. Ef þið lesið saman í Biblíunni eftir að hafa farið yfir dagstextann eða á öðrum tíma er gott að skrifa það niður. Ef þið eruð vön að gera eitthvað saman til afþreyingar getið þið líka sett það á dagskrána.
4 Lagið dagskrána að þörfum og aðstæðum allra á heimilinu. Endurmetið öðru hverju hve vel hún virkar og gerið þær breytingar sem þarf.
[Skýringarmynd á blaðsíðu 3]
Dæmi um dagskrá fjölskyldunnar
Morgunn Síðdegi Kvöld
Mán. Dagstexti Fjölskyldunám
Þri. Dagstexti Bóknám
Mið. Dagstexti
Fim. Dagstexti Boðunarskóli og þjónustusamkoma
Fös. Dagstexti
Lau. Dagstexti Boðunarstarf fjölskyldunnar
(blaðastarfsdagur)
Sun. Dagstexti Opinber fyrirlestur og Varðturnsnám
[Skýringarmynd á blaðsíðu 6]
Dagskrá fjölskyldunnar
Morgunn Síðdegi Kvöld
Mán.
Þri.
Mið.
Fim.
Fös.
Lau.
Sun.
Dags- Dags- Dags- Dags- Dags- Dags- Dags
texti texti texti texti texti texti texti
Opinber Boðunar- Bók- Fjöl- Boðunar- Biblíu- Sameiginleg
fyrirlestur skóli og nám skyldu- starf lestur afþreying
og þjónustu- nám fjöl- fjöl- fjölskyld-
Varðturns- samkoma skyld- skyld- unnar
nám unnar unnar