Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.12 bls. 3
  • Haltu ekki aftur af þér – þótt þú eigir annríkt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu ekki aftur af þér – þótt þú eigir annríkt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Haltu ekki aftur af þér í biblíunámsstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Búið til hentuga dagskrá fyrir fjölskylduna
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Ráð til að hafa reglu á sjálfsnámi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 11.12 bls. 3

Haltu ekki aftur af þér – þótt þú eigir annríkt

1. Hvers vegna veigra sumir sér við að bjóða biblíunámskeið?

1 Sumir veigra sér við að bjóða biblíunámskeið af því að þeir eru önnum kafnir. Það tekur tíma að sjá um biblíunemanda. Það fer sinn tími í að undirbúa sig fyrir biblíunámskeið, halda það og hjálpa nemandanum að yfirstíga persónuleg vandamál. Páll postuli sagði að hann hefði gefið þeim sem bjuggu í Þessaloníku sitt eigið líf. (1. Þess. 2:7, 8) Hvernig getum við haldið biblíunámskeið þrátt fyrir strembna dagskrá?

2. Hvernig hefur kærleikurinn til Jehóva áhrif á það hvernig við notum tíma okkar?

2 Þjónustan við Guð tekur tíma: Sannleikurinn er einfaldlega sá að það kostar tíma að þjóna Jehóva. Við tökum til dæmis reglulega frá tíma til að sækja samkomur, fara í boðunarstarfið, lesa í Biblíunni og biðja. Er það ekki líka svo að hjón taka fúslega frá tíma fyrir hvort annað þrátt fyrir að þau séu önnum kafin? Hve miklu fremur ætti þá kærleikur okkar til Jehóva að fá okkur til að taka fúslega frá tíma til að tilbiðja hann. (Ef. 5:15-17; 1. Jóh. 5:3) Jesús sagði að það væri mikilvægur hluti þjónustu okkar að gera fólk að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Ef við hugleiðum það veigrum við okkur síður við að axla þá ábyrgð að halda biblíunámskeið.

3. Hvernig getum við séð um biblíunámskeið jafnvel þótt aðstæður setji dagskrá okkar úr skorðum?

3 En hvað er til ráða ef vinnan, langvinn veikindi eða verkefni á vegum safnaðarins setur dagskrá okkar úr skorðum? Sumir boðberar, sem eru af og til fjarverandi, halda biblíunámskeið sín í gegnum síma eða notast við samskiptaforrit. Og svo eru aðrir sem glíma við veikindi en hafa komið því þannig fyrir að nemandinn kemur heim til þeirra til að stunda biblíunám. Sumir hafa beðið annan boðbera um að vera staðgengill og sjá um biblíunámið á meðan þeir eru í burtu.

4. Hvernig er það okkur til góðs að taka þátt í biblíunámsstarfinu?

4 Páll naut þess að nota tíma sinn og krafta til að hjálpa öðrum að kynnast sannleikanum. (Post. 20:35) Þegar hann hugsaði um árangurinn af starfi sínu í Þessaloníku fann hann sig knúinn til að þakka Jehóva. (1. Þess. 1:2) Ef við látum ekki annríki koma í veg fyrir að við höldum biblíunámskeið getur það aukið á gleði okkar og ánægju í boðunarstarfinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila