Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.05 bls. 8
  • Að vitna á almannafæri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að vitna á almannafæri
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Nýjar aðferðir við að kynna ritin meðal almennings
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Prédikum fagnaðarboðskapinn alls staðar
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Árangursríkt götustarf
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 6.05 bls. 8

Að vitna á almannafæri

1 Kristnir menn nú á tímum reyna að koma fagnaðarerindinu til fólks hvar sem það er að finna, rétt eins og lærisveinar Jesú gerðu á fyrstu öld. (Post. 16:13; 17:17; 20:​20, 21) Með því að vitna fyrir fólki á almannafæri hefur þeim tekist að ná til fólks sem þeir hefðu kannski aldrei hitt í boðunarstarfinu hús úr húsi.

2 Við þurfum að sýna góða dómgreind þegar við vitnum á almannafæri. Yfirleitt er best að láta ekki allt of mikið á sér bera. Fólki gæti til dæmis þótt það yfirþyrmandi ef mjög margir boðberar væru að starfa á sama svæðinu eða heimsækja fyrirtæki á sama reitnum. Það myndi draga að einhverju marki úr reisninni yfir starfi okkar og gæti sömuleiðis spillt fyrir árangrinum. Hvernig getum við fyrirbyggt slíkt? Sumum söfnuðum, sem eru með marga staði af þessu tagi, hefur reynst vel að skipta þeim niður í sjálfstæð starfssvæði. (1. Kor. 14:40) Við getum enn fremur stuðlað að góðri reglu með því að starfa aðeins á því svæði sem söfnuðinum er úthlutað, nema starfsnefnd safnaðarins hafi verið beðin um að aðstoða annan söfnuð. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í nóvember 1998, bls. 6, gr. 18-19.

3 Að taka fólk tali: Jesús gaf sig einu sinni á tal við konu við brunn. Það fyrsta sem hann sagði var ósköp stutt en síðan lengdi hann mál sitt smám saman þegar hún sýndi áhuga. (Jóh. 4:​7-26) Þetta getur verið ágætis aðferð við vissar aðstæður. Sumir boðberar hafa góða reynslu af því að byrja á léttu spjalli og sýna fólki áhuga áður en þeir víkja að fagnaðarerindinu. Þeir minnast kannski á mál sem er ofarlega á baugi í samfélaginu og það verður oft kveikjan að samtali. Þeir hlusta vel þegar fólk viðrar áhyggjur sínar og fyrr en varir eru þeir farnir að segja frá hinum hughreystandi boðskap Biblíunnar. — Rómv. 15:⁠4.

4 Að glæða áhugann: Þegar við eigum ánægjuleg samtöl við fólk ættum við alltaf að reyna að gera ráðstafanir til að glæða áhuga þess. Hvernig er hægt að gera það? Þegar samtalinu er að ljúka gætirðu tekið fram minnisbókina þína og sagt: „Það var ánægjulegt að spjalla við þig. Gætum við hist aftur einhvern tíma seinna?“ Eins gætirðu sagt: „Þú hefðir áreiðanlega gaman af að lesa grein sem ég á um þetta mál. Má ég færa þér hana, annaðhvort á skrifstofuna eða heim til þín?“ Sumir boðberar spyrja blátt áfram: „Viltu ekki gefa mér símanúmerið þitt svo að ég geti náð í þig aftur?“ Þetta skilar oft góðum árangri.

5 Margir þiggja biblíunámskeið eftir að við náum tali af þeim á almannafæri. Biblíunámið getur farið fram heima hjá viðkomandi, á vinnustað hans, símleiðis eða á einhverjum hentugum stað á almannafæri. Setjum okkur það markmið að koma af stað biblíunámskeiðum hjá fólki sem við hittum á almannafæri.

[Spurningar]

1. Hvernig líkja þjónar Guðs nú á tímum eftir kristnum mönnum á fyrstu öld og með hvaða árangri?

2. Af hverju þarf að sýna góða dómgreind þegar við vitnum á almannafæri og hvernig getum við stuðlað að góðri reglu?

3. Hvaða aðferð hefur reynst vel til að vitna fyrir fólki á almannafæri?

4. Hvað getum við gert til að glæða þann áhuga sem við finnum?

5. Hvaða markmið ættum við að hafa þegar við vitnum á almannafæri?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila